Lögregla og útlendingayfirvöld í Skotlandi hafa fjarlægt alla meðlimi „konungsríkisins Kubala“ eftir að þegnar ríksins, sem voru reyndar bara þrír talsins, hafa hafst við í skóglendi nærri Jedburgh í marga mánuði.
Kofi Offeh, 36 ára frá Gana, hafði búið í tjaldabúðum ásamt Jean Gasho, 42 ára frá Simbabve, og bandarísku fylgikonunni Kaura Taylor, 21 árs, sem þau kölluðu ambátt sína. Kofi og Jean útnefndu sig sem „konung“ og „drottningu“ ríkisins og að þau hefðu endurheimta land sem stolið var af forðfeðrum þeirra 400 árum.
Málið hefur vakið talsverða athygli á Bretlandseyjum og löðuðu þremenningarnir að sér fjölmiðla og áhrifvalda í tugatali. Þrátt fyrir ítrekaðar skipanir yfirvalda um að hópurinn myndi hafa sig á brott þá var því harðlega neitað. Sögðust þegnar ríkisins hafna breskum lögum en þau treystu svo á framlög almennings til að hafa í sig og á.
Á fimmtudagsmorgun var Offeh handtekinn og leiddur í burtu í handjárnum ásamt Taylor. Gasho fylgdi þeim en virtist ekki hafa verið formlega handtekin. Samkvæmt yfirvöldum er búið að loka búsetusvæðinu og fjarlægja búðirnar. Þá er búist við því að konungshjónunum verði vísað úr landi.
Sveitarfulltrúar segjast léttir að málinu sé loksins lokið eftir margra vikna óvissu og árekstra við íbúa. Fjölskylda Taylor í Bandaríkjunum hefur beðið hana um að snúa heim og sakað parið um að hafa lokkað hana til sín á fölskum forsendum.
Þá hafa komið fram fleiri sögur af fólki sem var í samskiptum við konungshjónin um þjónustuhlutverk í konungsríkinu.