fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Segir Sigríði hafa brotið ýmsar reglur með viðskiptunum við Þórunni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. október 2025 13:30

Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttum RÚV í gær var sagt frá umfangsmiklum viðskiptum embættis ríkislögreglustjóra undanfarin ár við ráðgjafafyrirtækið Intru sem stýrt er af Þórunni Óðinsdóttur og er hún eini starfsmaður þess. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri beitti sér fyrir viðskiptunum þegar hún tók við embættinu árið 2020 en þegar hún gegndi stöðu lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu átti það embætti í viðskiptum við Intru. Alls greiddi fyrrnefnda embættið Intru 160 milljónir króna en það síðarnefnda um 30 milljónir. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir í pistli á Facebook að það sem frami komi í fréttum bendi til að ríkislögreglustjóri hafi í þessum viðskiptum brotið ýmsar reglur um viðskipti og innkaup opinberra stofnana.

Þess ber að geta að áðurnefndar uppæðir eru með virðisaukaskatti en hann fá lögregluembætti endurgreiddan. Þjónusta Þórunnar hefur samkvæmt fréttum RÚV einkum falist í ráðgjöf við breytingar á skipulagi og stjórnun embættis ríkislögreglustjóra, ráðgjöf vegna nauðsynlegra flutninga embættisins af völdum myglu en einnig fékk Þórunn greitt fyrir að versla ýmsan húsbúnað fyrir nýtt húsnæði embættisins hjá fyrirtækinu Jysk, sem áður hét Rúmfatalagerinn, en eiginmaður hennar er forstjóri fyrirtækisins á Íslandi.

Fram kom einnig að aldrei hafi farið fram útboð vegna þeirra verkefna sem Þórunn var fengin til að vinna og enginn skriflegur samningur gerður við hana en greiðslur til fyrirtækis hennar hafi byggt á tímaskýrslum. Eftir að fréttir RÚV og í kjölfarið fleiri fjölmiðla af málinu voru birtar var tilkynnt að Þórunn hefði verið ráðinn sem starfsmaður embætttisins en þó aðeins tímabundið.

Reglur

Haukur segir að miðað við fréttaflutninginn hafi ýmsar reglur verið brotnar í málinu og stjórnsýslan óeðlileg en þó séu kannski  ekki öll kurl komin til grafar í þessu máli.

Hann segir að í fyrsta lagi hafi farið fram vörukaup án útboðs. Hámarksupphæð þjónustukaupa ríkisins án undangengins útboðs megi vera um 20,8 milljónir króna, samkvæmt reglugerð um viðmiðunarfjárhæðir. Síðan sé almenna reglan sú að bjóða þurfi þjónustukaup út á evrópska efnahagssvæðinu ef þau fari yfir ákveðna upphæð, sem honum sýnist líka vera 20-30 milljónir króna. Þessar reglur séu án undantekninga.

Haukur segir viðskipti embættis ríkislögreglustjóra við fyrirtækið Intru jafngilda því í gegnum árin að starfsmaður sé í fullu starfi hjá embættinu, en áætla megi að opinber starfsmaður kosti að minnsta kosti 20 milljónir króna á ári með aðstöðu. Í þessu tilviki hafi því þurft að ráða starfsmann til verkanna sem unnin voru og auglýsa stöðuna.

Óeðlilegt

Þegar kemur að viðskiptunum við Jysk skrifar Haukur:

„Þegar Intra starfar fyrir hönd Ríkislögreglustjóra telst fyrirtækið fara með opinbert vald. Reglur um opinber innkaup og meðferð opinbers valds gilda því um kaup þess og virðist óeðlilegt að starfsmaður þess kaupi vörur af fyrirtæki eiginmanns síns (Jysk).“

Haukur segir hins vegar að lokum að það sé strangt til tekið ekki óeðlilegt að ráða Þórunni tímabundið sem starfsmann embættis ríkislögreglustjóra en ef þessi staða eigi að vera til langframa verði að auglýsa hana. Hann bætir þó við:

„En miðað við allar aðstæður má setja þessa ráðningu í tortryggilegt ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Þungfært á Reykjanesbraut og ökumenn á vanbúnum bílum

Þungfært á Reykjanesbraut og ökumenn á vanbúnum bílum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið“

„Mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi
Fréttir
Í gær

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta