fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Halla forseti tekur sér frí á morgun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. október 2025 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sjálf mun ég taka mér frí 24. október og standa með systrum mínum og bræðrum gegn ofbeldi og með friði og framförum sem byggjast á jafnrétti fyrir alla.“

Þetta segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, í grein um kvennaverkfallið í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hún að jafnréttismál séu ekki einkamál kvenna og snerti alla.

„Þau eru forsenda velmegunar, lýðræðis, nýsköpunar og friðar,” segir hún og bendir á að hér á landi hafi verið gerðar mikilvægar breytingar á lagaramma jafnréttismála. Hún segir að baráttunni sé ekki lokið.

Sjá einnig: Stefán Einar hraunar yfir kvennaverkfallið – „Löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi“

„Á kvennafrídeginum árið 2023 settu skipuleggjendur fram skýrar kröfur um að útrýma þyrfti kynbundnu ofbeldi, jafna að fullu launamun, bæta stöðu mæðra og vinna gegn mismunun á vinnumarkaði. Tveimur árum síðar eru flestar þessar kröfur enn aðkallandi. Ég vil sérstaklega nefna stöðu kvenna af erlendum uppruna, kvenna með fötlun og hinsegin fólks hér á landi.”

Halla segir mikilvægt að kalla eftir enn virkari þátttöku karla og drengja í jafnréttisbaráttunni.

„Hvergi er þessi þátttaka mikilvægari en í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi – bæði í raunheimum og á netinu. Ný lög gegn stafrænu ofbeldi eru skref í rétta átt en lögin nægja ekki ein og sér. Við þurfum í sameiningu að skapa menningu sem byggð er á virðingu, umburðarlyndi og víðsýni – menningu sem birtist í hversdagslegum samskiptum sem styrkja í stað þess að brjóta niður.“

Grein Höllu má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar
Fréttir
Í gær

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“
Fréttir
Í gær

Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins á barnaníðingnum Ian Watkins

Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins á barnaníðingnum Ian Watkins
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hraunar yfir kvennaverkfallið – „Löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi“

Stefán Einar hraunar yfir kvennaverkfallið – „Löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi“