fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. október 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færa þurfti til sex flug Icelandair í gærkvöld og nótt vegna verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra og hafði sú röskun áhrif á um 900 farþega. Enginn sáttafundur hefur verið boðaður í deilunni. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í viðtali við mbl.is að ekkert sé að frétta af kjaradeilunni. Samtöl séu þó í gangi en Ástráður segir að fundur verði boðaður þegar ástæða er til.

Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir helsta ágreiningsefni kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins tengjast launalið og launaþróun. Segir hann að áhersla á hækkun lægstu launa á almennum vinnumarkaði hafi minnkað bilið á milli launahópa.

Þessi ummæli gagnrýnir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segir:

„Er ekki magnað að málflutningur vel settra hópa í kjarabaráttu snúist fyrst og fremst um að laun verka og láglaunafólks séu orðin of há, og meiri stéttskipting og misskipting séu markmiðin sem unnið er að, og öll vopn þar leyfileg? Þarna má „þakka“ BHM fyrir að hafa riðið á vaðið og gert það algjörlega sjálfsagt að tala með þessum ömurlega hætti.

Niðurstaðan í þessu rugli verður svo eflaust sú að valdheimildir ríkissáttasemjara verða útvíkkaðar – með slæmum afleiðingum fyrir láglaunafólk sem einfaldlega verður að geta lagt niður störf til að knýja á um ásæattanlega samninga, en engum afleiðingum fyrir hálaunahópana sem hvort sem er fá yfirleitt allt sem þeir vilja.“

Haldi ferðaþjónustunni og þjóðinni í gíslingu

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var þungorður um ástandið viðtali við Bylgjuna í morgun. Hann sagði þó að vel hefði gengið að greiða úr flækjunni vegna þeirrar röskunar sem varð í gærkvöld og nótt. Boðuð sé lokun á ákveðnu svæði í stjórnkerfi flugumferðarstjóra á aðfaranótt þriðjudags en síðan séu boðaðar mjög harkalegar aðgerðir á fimmtudag sem muni valda miklum röskunum ef þær ganga eftir. Séu aðgerðirnar stilltar af þannig að það blasi við full lokun á flug Icelandair í flugturninum á Keflavíkurflugvelli seinni hluta fimmtudag. Mjög erfitt sé að bregðast við því. Í gærkvöld og nótt hafi tekist að flýta einni brottför og seinka nokkrum öðrum.

Icelandair er ekki aðili að kjaradeildunni því flugumferðarstjórar eru starfsmenn Isavia og Samtök atvinnulífsins eru samningsaðilinn gagnvart þeim. En aðgerðirnar bitna hart á Icelandair og segir Bogi að sambærilegar aðgerðir árið 2023 hafi kostað félagið um 700 milljónir króna.

Módelið gengur ekki upp

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu,“ segir Bogi. Ferðaþjónusta sé lykilatvinnugreinin og truflanir sem þessar valdi gríðarlegum kostnaði „og ástandið er bara alvarlegt,“

Segir Bogi að endurskoða þurfi vinnumarkaðsmódelið hér á landi á þann hátt að útflutningsgreinarnar vísi veginn hvað varðar svigrúm til launahækkana. „Því það eru útflutningsgreinarnar sem standa undir hagkerfum allra landanna og þannig er það líka á Íslandi. Þannig að er hópar eru að koma með kröfur sem eru umfram þetta merki þá verður kerfið á Norðurlöndunu þannig að það er ekkert hægt að fara í verkföll. Það er svona stóra myndin en það er misjafnt milli landa. En hér er þetta ekki þannig. Það er hægt að koma fram með kröfur, litlir hópar geta komið með kröfur sem eru langt út fyrir það sem lykilatvinnugreinar þola, en farið samt í verkföll og lokað landinu. Það er augljóst að þetta módel gengur bara ekki upp. Það er ekkert svigrúm hjá okkur að taka við þessum kostnaði og ekkert svigrúm hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum, ástandið er mjög krefjandi núna, íslenska krónan gríðarlega sterk, þannig að staðan er bara krefjandi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Réttarhöld að hefjast yfir þremur mönnum sem sakaðir eru um að kveikja í Teslu-bíl lögreglukonu

Réttarhöld að hefjast yfir þremur mönnum sem sakaðir eru um að kveikja í Teslu-bíl lögreglukonu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar