fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

„Stórkostlegur dagur í gær fyrir íslenskt tónlistarfólk“

Fókus
Sunnudaginn 5. október 2025 14:30

Einar Bárðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stórkostlegur dagur í gær fyrir íslenskt tónlistarfólk í borginni!“ Á þessum orðum hefst færsla athafnamannsins Einars Bárðarsonar sem gerir það að umtalsefni hversu margir stórir tónlistarviðburðir fóru fram á höfuðborgarsvæðinu í gær og hversu góð mæting var á þá.

„Uppselt á GusGus í Laugardalshöll, tvennir uppseldir tónleikar hjá Friðriki Ómari og félögum í Eldborg í Hörpu, Bob Dylan Tribute í næsta sal við það, fullt hús í Háskólabíói hjá Jóhönnu Guðrúnu og félögum með Mamma þarf að djamma. Í Hafnarfirði var fullt út úr dyrum hjá Á móti Sól í Bæjarbíó, og Hjálmar spiluðu fyrir troðfullan sal á nýja staðnum Ægi 220. Þá var einnig uppselt í Borgó á Moulin Rouge – sem er auðvitað söngleikur,“ skrifar Einar.

Hann hefur marga fjöruna sopið sem skipuleggjandi viðburða og tekur þessu ekki sem sjálfsögðum hlut.

„Allt þetta á einu og sama kvöldinu – hugsið ykkur! Allt þetta frábæra tónlistarfólk að störfum, og öll afleidd störf í kringum viðburðina – tæknifólk, stílisera, grafíska hönnuði, ljósmyndara og fleira. Geggjað, algjörlega geggjað!“ skrifar Einar.

Annar tónlistarmógúll, Óli Palli á Rás 2, skrifar athugasemd við færsluna og bendir á fleiri viðburði á Norðurlandi sem einnig hafi hlotið góðar viðtökur.

„Uppselt á Eyrarrokk á Akureyri – líka á Skálmöld á Græna hattinum og Stjórnina í Hofi,“ skrifar Óli Palli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?