fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Fréttir

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. september 2025 16:30

Mávarnir vængbrotna þegar þeir fljúga á línurnar. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða um bönd sem sett eru upp við fiskikör til varnar mávi hafa valdið heitum umræðum í Suðurnesjabæ. Fuglarnir slasast og jafn vel drepast vegna bandanna.

„Það hlaupa hér vængbrotnir mávar út um Allt í Suðurnesjabæ,“ segir upphafsmaður umræðunnar á íbúagrúbbu sveitarfélagsins á Facebook.

Ástæðan fyrir þessu séu bönd sem sett séu upp til varnar mávinum.

„Ég hef tekið eftir því að mávurinn flækjast í böndin! sem fiskhúsin þræða fyrir ofan fiskikörin. Svo mávurinn fari ekki í fiskinn,“ segir hann.

Segir hann að það sé mjög einfalt að komast hjá þessu. Það er með því að setja tómt kar ofan á fullu fiskikörin og með því sleppa því að slasa fuglinn.

„Ég veit að flestir eru ekki máva aðdáendur! en það er óþarfi að slasa dýrið!“ segir hann.

Ekki mannúðlegt

Fleiri taka undir með honum og benda á að mávarnir slasist ekki aðeins út af þessum línum heldur drepist líka.

„Dauðir mávar líka allt þarna í kringum fiskvinnslurnar oft sem eru með þessar línur,“ segir einn. „finnst rosa spes að þetta sé leyfilegt , hvar er dýravernd…skil að það þurfi að losna við þá en er ekki hægt að gera það á mannúðlegan hátt..ekki með dýraníð.“

Ein kona tekur einnig undir með upphafsmanni umræðunnar.

Sjá einnig:

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

„Við eigum að hugsa um dýrin í kringum okkur, fæ illt í hjartað þegar ég sé vængbrotna máva útum allt. Búin að sjá tvo fyrir ekki svo löngu síðan,“ segir hún.

Vill kæra

Ein kona segir að það eigi beinlínis að kæra þá sem setja upp þessar línur. Þá bendir einn maður á að mávar geri sitt gagn í þéttbýlinu.

„Þó þessir fuglar taki sinn toll af lífi þá hirða þeir upp ruslið sem við mannfólkið skiljum eftir á götunni á meðan það er mögulega ætti að einhverju marki,“ segir hann.

„Skjóta þá bara“

Ekki eru þó allir sem hafa fyllast samúð við það að heyra af vængbrotnum og dauðum mávum. Þvert á móti meira að segja.

„Skjóta þá bara,“ segir ein kona. „Allt í lagi að leifa 1/80 að lifa. Bara komið ALLT OF MIKIÐ AF ÞESSUM VIÐBJÓÐI. Ég er búin að sjá þá éta svo mikið af ungum síðustu sumrin að það mætti útrýma þessum viðbjóði mín vegna. Hvaða líf skapa þeir annað en meira líf sem eyðileggur annað líf?“

Annar segir að það ætti að stinga á eggin hjá þeim til að þau klekist ekki.

„Það ætti að senda alla skóla krakka á vorin upp á heiði til að stinga á eggin, næstu 3-5 árin,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hinn grunaði í Hafnarfjarðarmálinu var nýfallinn

Hinn grunaði í Hafnarfjarðarmálinu var nýfallinn
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna hæðist að svari Einars Bárðarsonar – „Gæti verið efni í spennandi sálfræðitrylli“ 

Sólveig Anna hæðist að svari Einars Bárðarsonar – „Gæti verið efni í spennandi sálfræðitrylli“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstöðumenn lýsa fullum stuðningi við framkvæmdastjóra og stjórn Sólheima

Forstöðumenn lýsa fullum stuðningi við framkvæmdastjóra og stjórn Sólheima
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttakona mátti ekki rifta leigusamningi í Mosfellsbæ – Heimilið í heimalandinu lagt í rúst og bróðir hennar drepinn

Flóttakona mátti ekki rifta leigusamningi í Mosfellsbæ – Heimilið í heimalandinu lagt í rúst og bróðir hennar drepinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegglistaverk í miðbænum eyðilagt – „Hafi þeir eintóma skömm fyrir“

Vegglistaverk í miðbænum eyðilagt – „Hafi þeir eintóma skömm fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flestir raða vitlaust í uppþvottavélina – Svona á að gera það

Flestir raða vitlaust í uppþvottavélina – Svona á að gera það
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra hæðist að kerfinu – „Væri ekki bara skilvirkast að láta grafa mig strax“

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra hæðist að kerfinu – „Væri ekki bara skilvirkast að láta grafa mig strax“