fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 16. september 2025 13:30

At the Gates eru eitt áhrifamesta bandið í dauðarokki. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tomas Lindberg, söngvari sænsku dauðarokkssveitarinnar At the Gates er látinn, 52 ára að aldri. Hljómsveitin er ein sú áhrifamesta í sinni grein og heimsótti Ísland fyrir rúmum áratug síðan.

Rokkmiðillinn Metal Addicts greinir frá þessu.

Lindberg greindi frá því í ágúst síðastliðnum að hann væri að berjast við ágengt krabbamein í munni og gómi. Hann fékk greininguna fyrir tveimur árum síðan. Hann gekkst undir stóra skurðaðgerð þar sem stór hluti efri góms var fjarlægður. Síðan tók við mánaðalöng geislameðferð.

„Í byrjun árs 2025 fundu þeir leifar krabbameinsins sem er ekki hægt að fjarlægja með aðgerð eða geislameðferð. Við sjáum hvað næsta skref verður, sennilega einhvers konar lyfjameðferð, til að halda krabbameininu í skefjum,“ sagði Lindberg sem var þá vongóður um bata og staðráðinn í að halda áfram að gera tónlist.

Lindberg var stofnmeðlimur í At the Gates árið 1990, hljómsveit sem var einn helsti brautryðjandi í hinu svokallað Gautaborgarrokki, eða melódísku dauðarokki. Það er ásamt sveitum á borð við In Flames, Dark Tranquility og Arch Enemy.

Hljómsveitin hefur verið starfandi með hléum allar götur síðan en hápunkturinn er vafalaust útgáfa plötunnar Slaughter of the Soul árið 1995 sem talið er tímamótaverk í dauðarokki.

At the Gates komu til Íslands árið 2014 og léku á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi í Egilsbúð í Neskaupstað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Í gær

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins