fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Robert Redford er látinn

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. september 2025 12:57

Robert Redford

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Robert Redford er látinn, 89 ára að aldri.

Redford lést í svefni á heimili sínu í Provo í Utah snemma í morgun, en ekki er greint frá banameini hans í fréttatilkynningu frá Cindi Berger almannatengli hjá Rogers & Cowan PMK.

Redford var einn af stórstjörnum kvikmyndasögunnar og hlaut hann heiðursverðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2002. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í The Sting frá árinu 1973.

Sem leikari er hann auk hennar þekktur fyrir hlutverk sín í Butch Cassidy and the Sundance Kid, All the President’s Men, Out of Africa, The Way We Were og Three Days of the Condor. 

Redford vann Óskarsverðlaun sem leikstjóri fyrir Ordinary People árið 1980, og var tilnefndur sem leikstjóri og fyrir bestu mynd fyrir Quiz Show árið 1994. 

Á ferlinum vann hann tvenn Golden Globe verðlaun, auk BAFTA og Screen Actors Guild, hann var tilnefndur til Emmy verðlauna. 

Í myndbandinu hér fyrir neðan er rennt yfir feril Redford.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Freyja flytur sig um set

Freyja flytur sig um set
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Dan lá andvaka og heyrði í rafmagninu – „Ég fékk skilaboð að handan“

Gunnar Dan lá andvaka og heyrði í rafmagninu – „Ég fékk skilaboð að handan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns