fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Faðir Oscars ákærður

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. september 2025 15:30

Oscar ásamt Sonju Magnúsdóttur fósturmóður sinni. Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir Oscar Andres Bocanegra Florez hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum. Oscar var nýlega mikið í fréttum eftir til að stóð að vísa honum úr landi en hann fékk loks íslenskan ríkisborgararétt í kjölfar mótmæla fjölda fólks sem krafðist þess að hann fengi að vera áfram á Íslandi.

Feðgarnir komu fyrst til Íslands árið 2022, þegar Oscar var 14 ára. Eftir ofbeldi föðurins í hans garð fékk Oscar skjól hjá íslenskum fósturforeldrum, Sonju Magnúsdóttur og Svavari Jóhannssyni, en faðirinn afsalaði sér á endanum forræðinu yfir Oscari. Þeim feðgum var vísað úr landi til Kólumbíu, þaðan sem þeir eru, í október 2024 en fósturforeldrarnir sóttu Oscar og komu með hann aftur til landsins og á endanum fékk hann íslenskan ríkisborgararétt.

Samkvæmt ákærunni á hendur föður Oscars er hann skráður til heimilis í óþekkt húsi í Reykjanesbæ en þar sem honum var vísað á síðasta ári úr landi virðist sú skráning vera úrelt en ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu sem er gert ef hinn ákærði finnst ekki.

Samkvæmt ákærunni réðst faðir Oscars á hann í maí 2024 á Hótel Hrauni í Hafnarfirði, með því að sparka í vinstri sköflung hans. Hafi hann með þessu athæfi beitt son sinn ógnunum og sýnt honum vanvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi. Segir í ákærunni að þetta varði við bæði hegningarlög og barnaverndarlög.

Málið verður tekið fyrir við Héraðsdóm Reykjaness um miðjan október. Mæti faðir Oscars ekki fyrir dóminn má búast við því að það verði metið sem svo að hann viðurkenni brot sitt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi
Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd
Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra
Fréttir
Í gær

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki einkenni „geðsjúkdóms” heldur birtingarmynd þjáningar”

„Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki einkenni „geðsjúkdóms” heldur birtingarmynd þjáningar”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“