fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. september 2025 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti heimilaði bandaríska hernum í gærmorgun að sprengja í loft upp hraðbát sem var fullur af fíkniefnum.

Ellefu manns voru um borð í bátnum en um var að ræða fíkniefnasmyglara úr röðum Tren de Aragua-glæpsamtakanna í Venesúela.

Trump greindi frá þessu á blaðamannafundi í gærkvöldi og birti hann svo myndband af sprengjuárásinni á Truth Social-samfélagsmiðli sínum skömmu síðar.

Trump sagði að bandarísk yfirvöld hefðu fylgst með ferðum bátsins og í honum hefði verið mikið magn af fíkniefnum sem smygla átti til Bandaríkjanna.

Trump sagði að Tren de Aragua-glæpasamtökin voru skilgreind sem erlend hryðjuverkasamtök og þau störfuðu í skjóli Nicolas Maduro, forseta Venesúela.

„Hópurinn ber ábyrgð á fjöldamorðum, fíkniefnasmygli, mansali, ofbeldisverkum og hryðjuverkum víðs vegar um Bandaríkin. Árásin átti sér stað á meðan hryðjuverkamennirnir voru úti á hafi, á alþjóðlegu hafsvæði, að flytja ólögleg fíkniefni til Bandaríkjanna. Í árásinni létust 11 hryðjuverkamenn. Litið skal á þetta sem viðvörun til allra sem jafnvel íhuga að reyna að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna,” sagði forsetinn í færslu sinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“
Fréttir
Í gær

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?