fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. september 2025 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti heimilaði bandaríska hernum í gærmorgun að sprengja í loft upp hraðbát sem var fullur af fíkniefnum.

Ellefu manns voru um borð í bátnum en um var að ræða fíkniefnasmyglara úr röðum Tren de Aragua-glæpsamtakanna í Venesúela.

Trump greindi frá þessu á blaðamannafundi í gærkvöldi og birti hann svo myndband af sprengjuárásinni á Truth Social-samfélagsmiðli sínum skömmu síðar.

Trump sagði að bandarísk yfirvöld hefðu fylgst með ferðum bátsins og í honum hefði verið mikið magn af fíkniefnum sem smygla átti til Bandaríkjanna.

Trump sagði að Tren de Aragua-glæpasamtökin voru skilgreind sem erlend hryðjuverkasamtök og þau störfuðu í skjóli Nicolas Maduro, forseta Venesúela.

„Hópurinn ber ábyrgð á fjöldamorðum, fíkniefnasmygli, mansali, ofbeldisverkum og hryðjuverkum víðs vegar um Bandaríkin. Árásin átti sér stað á meðan hryðjuverkamennirnir voru úti á hafi, á alþjóðlegu hafsvæði, að flytja ólögleg fíkniefni til Bandaríkjanna. Í árásinni létust 11 hryðjuverkamenn. Litið skal á þetta sem viðvörun til allra sem jafnvel íhuga að reyna að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna,” sagði forsetinn í færslu sinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat
Fréttir
Í gær

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“
Fréttir
Í gær

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu
Fréttir
Í gær

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“
Fréttir
Í gær

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“