fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. ágúst 2025 12:00

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir skammarlegt ástand ríkja á húsnæðismarkaði. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hún að takmarka þurfi verulega heimildir til skammtímaleigu, þar með talið Airbnb á höfuðborgarsvæðinu og öðrum stórum þéttbýlisstöðum. Segir hún að slíkar aðgerðir virki hraðast til að slá á misvægi milli framboðs og eftirspurnar húsnæðis.

Hún segir að setja þurfi leigubremmsu á bæði langtímaleigu og skammtímaleigu og bendir á að leigubremsa sé mikilvægt verkfæri í baráttu við verðbólgu:

„Ræddi stuttlega í gær við fréttamann Sýnar um það sem virðist vera sagan endalausa, hið skammarlega ástand sem ríkir á húsnæðismarkaði.

Afstaða stjórnar Eflingar er skýr og um hana má lesa í ályktun stjórnar frá því í maí. M.a. setjum við þessar kröfur fram:

Takmarka þarf verulega heimildir til að nýta íbúðir til skammtímaleigu (AirBnB o. fl.) á höfuðborgarsvæðinu og eftir atvikum í öðru þéttbýli. Það eru þær aðgerðir sem virka hraðast til að slá á misvægi framboðs og eftirspurnar sem orsakar óeðlilegar verðhækkanir.

Koma á alvöru hömlum á verðhækkanir leigu (þ.e. leigubremsu, bæði í langtímaleigu og skemmri tíma leigu). Ísland þarf að nálgast grannríkin í þessum efnum svo um munar. Leigubremsa er líka mikilvægt verkfæri í baráttunni við verðbólguna.“

Sólveig Anna vísar í ályktun stjórnar Eflingar um húsnæðismál frá því í vor en þar er meðal annars lögð áhersla á að efla húsnæðisstuðning hisn opinbera, „bæði til að auka enn frekar framboð íbúða til lægri tekjuhópa á vegum óhagnaðardrifinna aðila og létta byrðar heimila.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“