fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 19:52

Myndin sýnir umgengni konunnar í garðinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem sökuð er um að hafa haldið íbúum í stigagangi í Bríetartúni í heljargreipum ofbeldis, þjófnaða, skemmdarverka og yfirgengilegs hávaða, í um tvö og hálft ár, á yfir höfði sér útburð úr húsinu. Þetta sýna gögn sem DV hefur undir höndum. Húsið er í eigu Félagsbústaða sem leigir þar íbúðir til skjólstæðinga velferðarsviðs borgarinnar.

Sjá einnig: Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Konan er sögð hafa barið gestkomandi karlmann með kúbeini í höfuðið í leiguíbúð hennar í húsinu aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Maðurinn flúði undan henni inn í íbúð kunningja í húsinu. Rétt eins og meint árásarkona stríðir árásarþolinn við fíknsýki á háu stigi. Hann hefur ekki kært árásina til lögreglu og ekki liggur fyrir hvort hann hafi leitað sér læknishjálpar, en sjónarvottar segja hann hafa verið alblóðugan eftir árásina. Maðurinn býr á stuðningsheimili í borginni en forstöðukona þar vildi ekki veita upplýsingar um málið er DV leitaði eftir því, né um líðan mannsins og hvort hann hafi fengið læknishjálp.

Þekkt ofbeldismynstur gegn karlmönnum

Lögregla var síðan kölluð til eftir að neyðaróp karlmanns og gífurlegur hávaði, brothljóð, öskur og högghljóð bárust frá íbúð konunnar á laugardagsnótt. Eftir að lögregla kom á vettvang og barði ítrekað dyra opnaði konan og sagði að ekkert amaði að sér. Lögreglumenn báðu um að fá að líta inn til hennar en hún þvertók fyrir það. Lögregla var ekki með húsleitarheimild en lögreglumenn fór fram á að fá að sjá manninn sem var hjá henni. Hún neitaði því en spurði manninn sjálf hvort ekki væri allt í lagi með hann og hann svaraði ógreinilega. Lögreglumennirnir fóru síðan af vettvangi.

Íbúar í húsinu segja að konan leggi í vana sinn að lokka heim með sér karlmenn og saka þá síðan um þjófnað „til að geta stolið af þeim.“ Þessu getur fylgt gífurlegur hávaði og ofbeldi. Mennirnir sem eru þolendur hennar eru, rétt eins og konan sjálf, í mjög veikri félagslegri stöðu og illa haldnir af fíkn.

Þolinmæðin þrotin hjá Félagsbústöðum

Konan var í fréttum fyrr á árinu fyrir að hafa stolið kettinum þjóðþekkta, Diego, úr Hagkaupi Skeifunni, sem og fyrir að hafa lent í átökum við starfsmann verslunarinnar Nordic Market. Í frétt DV í vor er farið yfir ásakanir nágranna hennar í Bríetartúni. Hún er einnig sökuð um hlutdeild í kynferðisbroti og ofbeldi gegn Sigurbjörgu Jónsdóttur, fyrrverandi íbúa í húsinu, en Sigurbjörg var borin út úr Bríetartúni í vor vegna vangoldinnar leigu.

Sjá einnig: Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Konan hefur einhverja sakadóma að baki en flest meint brot hennar eru ódæmd og jafnvel ókærð. Allt bendir hins vegar til að hún muni ekki búa mikið lengur í Bríetartúni.

Með bréfi frá Félagsbústöðum þann 28. maí var henni tilkynnt um að úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis til hennar hefði verið afturkölluð og að riftun leigusamnings sé yfirvofandi. Var vísað til bréfs frá 12. maí um að rökstuddur grunur hafi legið fyrir um brot konunnar á leigusamningnum, húsreglum og húsaleigulögum. Segir einnig að ófullnægjandi andsvör hafi borist við tilkynningu um fyrirhugaða ákvörðun. Eftir rannsókn málsins liggi núna fyrir að konan hafi gerst brotleg við húsaleigusamninginn, sem og við húsaleigulög.

Einnig kemur fram að konan geti skotið ákvörðuninni til úrskurðarnefndar velferðarmála, sem og óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. En slíkt fresti hvorki réttaráhrifum afturköllunar ákvörðunar um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis né riftunar Félagsbústaða á leigusamningnum.

Með öðrum orðum þá hefur riftun leigusamnings Félagsbústaða við konuna verið yfirvofandi frá því seint í vor (ef honum hefur þá ekki þegar verið rift). Má því teljast líklegt að hún verið borin út úr húsinu á næstu vikum eða mánuðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Í gær

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við