fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. ágúst 2025 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem stal bíl þann 20. júlí sl. og ók inn á haftasvæði Keflavíkurflugvallar. Greint var frá atvikinu í fréttum degi síðar en þar kom fram að maðurinn hefði ógnað flugumferð en hann ók meðal annars inn á flugbraut þar sem flugvél var að undirbúa flugtak.

Landsréttur tók fram að viðkomandi eigi sögu um andleg veikindi og vímuefnaneyslu. Matsmaður hafi verið dómkvaddur til að framkvæma geðrannsókn en matsgerð liggur enn ekki fyrir. Því liggi hvorki fyrir gögn um geðhagi mannsins né áhættumat lögreglu. Þar sem ákæruvaldið fór fram á gæsluvarðhald á grundvelli þess að telja mætti það nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings, væru skilyrði ekki uppfyllt.

Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness kom fram að maðurinn hafi stolið bifreið við flugturn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar þann 20. júlí og ekið henni inn á flughaftarsvæði. Bifreiðinni var ekið yfir flugbrautir í notkun og svo út af haftasvæðinu í gegnum svokallað gullna hliðið, út af ítrasta haftarsvæði flugverndar.

Mun maðurinn hafa farið yfir girðingu á ítrasta haftarsvæðinu, gengið um það og flughlað og tekið þar bifreiðina ófrjálsri hendi. Hann ók á miklum hraða um flugbrautir og í kringum flugvélar og olli þar með mikilli hættu fyrir öryggi samgangna, flug- og umferðaröryggi og öryggi almennings þar til hann ók út af haftarsvæðinu og út í almenna umferð. Eins reyndi maðurinn að komast inn í kyrrstæða flugvél sem stóð á flughlaði.

Lögregla veitti manninum eftirför á ofsahraða á Reykjanesbrautinni. Sýndi hraðamælir lögreglubifreiðar 189 km/klst á einum tímapunkti og var þá enn talsvert bil milli mannsins og lögreglu. Loks hægri maðurinn ferð sína þegar hann nálgaðist miðlæg gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar og stöðvaði svo bifreiðina. Var maðurinn þá handtekinn og var sjáanlega undir áhrifum fíkniefna, mjög þurr í munni og sjáöldur samandregin. Við öryggisleit fannst smelluláspoki með óþekktu hvítu efni sem lögregla telur hafa verið kókaín. Eins reyndist maðurinn hafa um hálsinn reipi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós
Fréttir
Í gær

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu
Fréttir
Í gær

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket
Fréttir
Í gær

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“