fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
Fréttir

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 22:00

Tréð er risastórt. Mynd/Slökkvilið Hilo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar mikill stormur gekk yfir Hawaii eyjaklasann í byrjun mánaðar féll risastórt tré á hliðina. Viku seinna fundust lík tveggja kvenna.

Tímaritið People greinir frá þessu.

Stormurinn gekk yfir eyjarnar þann 12. júlí síðastliðinn en það var ekki fyrr en rúmri viku síðan sem málið uppgötvaðist. En þann 20. júlí var lögreglan kölluð að Kilauea götu í bænum Hilo á stærstu eyjunni, sem heitir einfaldlega Hawaii eyja. Var grunur um að fundist hefðu líkamsleifar á staðnum.

Tvö lík

Mikið jarðrask var á staðnum eftir að stórt tré af tegundinni banyan hafði fallið á hliðina. Slökkviliðið var kallað til með stórvirkar vinnuvélar til þess að hægt væri að rannsaka staðinn þar sem tréð lá. Eins og segir í tilkynningu lögreglu var að lokum staðfest að lík tveggja kvenna hefðu fundist en ekki var hægt að fjarlægja þau strax vegna þess að erfitt var að komast að þeim.

Lögregla vildi ekki staðfesta hverjar konunar væru. Sagt var í tilkynningu að krufning ætti eftir að fara fram til að reyna að komast að því hvernig þær létust og hvenær. Eins og er væri ekki grunur um að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað.

En þrátt fyrir að lögreglan hafi ekki viljað staðfesta hverjar konurnar eru þá hefur verið sett á laggirnar Gofundme söfnun þar sem fullyrt er að þær hafi verið par að nafni Michelle og Trisha. Hafi þær reglulega haldið til á þessu svæði.

Ólykt á staðnum en löggan gerði ekkert

Í færslu með söfnuninni segir Savana Moore, eldri systir Trishu, að verið sé að safna fé fyrir jarðarför þeirra. Þær hefðu látist þegar tréð féll á þær í storminum þann 12. júlí.

Fullyrt er að konurnar tvær séu Trisha og Michelle. Mynd/Gofundme

Segir hún að önnur systir þeirra, Jessica, hefði tilkynnt hvarf þeirra til lögreglunnar. Sagði hún lögreglu að athuga með þennan stað þar sem tréð hafði fallið, enda hefðu þær oft verið þar og nú mætti finna þar megna ólykt.

Mjög sár

Lögreglan hafi hins vegar neitað því á þeim grunni að um væri að ræða einkalóð. Hafi lögreglan ekkert aðhafst í málinu í marga daga þrátt fyrir að Jessica hafi sagst óttast um að konurnar tvær væru undir trénu. Leitaði hún á svæðinu og fann loks ummerki um lík þann 20. júlí. Þá fyrst hafi lögreglan mætt á svæðið.

„Við erum mjög sár yfir því hvað það tók langan tíma að fá þá hjálp sem við þurftum á að halda til að finna þær,“ segir í færslunni. „Nú þurfum við hjálp frá samfélaginu til þess að geta jarðsett þær.“ Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 90 prósent safnast af 10 þúsund dollara takmarki. Það er um 1,2 milljón krónur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi
Fréttir
Í gær

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu
Fréttir
Í gær

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket
Fréttir
Í gær

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“