Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri er látinn eftir að hann hneig niður á bílastæði við Breiðamerkurjökul. Frá þessu greinir mbl.is en þar kemur fram að lögreglu gruni ekki annað en að maðurinn hafi látist vegna veikinda. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins í morgun en endurlífgunartilraunir á vettvangi báru ekki árangur.