fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Auglýsti gistingu á Þjóðhátíð og netverjar eru fjúkandi yfir verðinu – „Mundu bara að karma er alltaf að fylgjast með“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 13:30

Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunarmannahelgin er framundan og eins og aðrar slíkar fer Þjóðhátíð fram í Eyjum. Veðurspáin er ekki hagstæð þar frekar en annars staðar á landinu, en hvernig sem viðrar eru margir sem vilja aðra gistimöguleika en að sofa í tjaldi.

Í Facebook-hópnum Leiga var sett inn auglýsing undir nafnleynd þar sem viðkomandi auglýsti hjólhýsi og tveggja herbergja íbúð, bæði á besta stað að sögn, til leigu yfir verslunarmannahelgina. Afsláttur er í boði fyrir leigjendur yfir fertugt og enn meiri fyrir þá sem náð hafa fimmtugsaldri. 

„ÞJÓÐHÁTÍÐ!!!

VEÐRIÐ VERÐUR FÍNT

Tveir möguleikar til að mæta bara með á grillið og njóta!

Möguleiki 1

Er með til leigu stórt Hjólhýsi á besta stað, með gistipláss fyrir allt að 6 manns, salerni, heitt og kalt, eldavél og alde hitakerfi aðgengi að sturtu rétt við.

Verð 300.000 föst til mán það er aðeins 19.500.- per nótt ef það eru 6 (aðgengi að tjaldstæði ekki innifalið)

150.000 í tryggingu sem greiðist til baka við skil.

Möguleiki 2

2 herb íbúð á besta stað, rétt við sundlaug, dalinn og næsta bekkjabíl.

Stórt rúm, góður sófi

Þvottavél og allt það helsta

Möguleiki að rýma fyrir dýnum

Verð 650.000.- sem er rétt um 35.000.- á mann per nótt ef það eru 6

250.000 Trygging sem greiðist til baka við skil.

20% afsláttur ef meðalaldur er yfir 40

40% afsláttur er meðalaldur er yfir 50

Myndir og nánari uppl sendist á icedrones@gmail.com

Auglýsingin sló í gegn en þó ekki vegna þess sem í boði var heldur vegna verðsins. 54 athugasemdir hafa verið skrifaðar við færsluna þegar þetta er skrifað. Á meðal athugasemda sem netverjar létu fjúka eru þessar:

„Þannig að þú þarft að eiga 900 þúsund Krónur (plús Herjólf og miða I dalinn ) til þess að fara á 3gja daga útihátíð ? Hef ALDREI heyrt um aðra eins græðgi, Þu græðir 2-3 mánaða leigu á húsnæðinu þínu fyrir 3 daga hátíð ? Er ekki i lagi að “chilla” aðeins a verðinu og vera sanngjarn ? Annars er þetta frjálst land og þú ræður þessu sjálfur/sjalf, en mundu bara að karma er alltaf að fylgjast með.“

„Er þetta allt saman gert úr gulli ?“

„Er ekki alveg í lagi ? Dýrara en sólarlandaferð með öllu inniföldu.“

„Jesus minn, ég er að fara til Spánar í 13 daga og það er 400 þúsund samtals fyrir 2 fyrir flug bílaleigu bíl og gistingu með morgunþat og öllum drykkjum innifalið.“

„Maður er alveg gapandi hissa á að þessi póstur komi ekki undir nafni.“

„Rigningin er væntanlega innifalin í verðinu!“

Einn bendir á að hægt er að leigja kúlutjöld þar sem ekkert er innifalið á 90 til 200 þúsund krónur í Eyjum yfir helgina, og tjöldin séu nær uppseld. „Verst það er ekki commentakerfi á síðunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Í gær

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi
Fréttir
Í gær

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Í gær

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket