Verslunarmannahelgin er framundan og eins og aðrar slíkar fer Þjóðhátíð fram í Eyjum. Veðurspáin er ekki hagstæð þar frekar en annars staðar á landinu, en hvernig sem viðrar eru margir sem vilja aðra gistimöguleika en að sofa í tjaldi.
Í Facebook-hópnum Leiga var sett inn auglýsing undir nafnleynd þar sem viðkomandi auglýsti hjólhýsi og tveggja herbergja íbúð, bæði á besta stað að sögn, til leigu yfir verslunarmannahelgina. Afsláttur er í boði fyrir leigjendur yfir fertugt og enn meiri fyrir þá sem náð hafa fimmtugsaldri.
„ÞJÓÐHÁTÍÐ!!!
VEÐRIÐ VERÐUR FÍNT
Tveir möguleikar til að mæta bara með á grillið og njóta!
Möguleiki 1
Er með til leigu stórt Hjólhýsi á besta stað, með gistipláss fyrir allt að 6 manns, salerni, heitt og kalt, eldavél og alde hitakerfi aðgengi að sturtu rétt við.
Verð 300.000 föst til mán það er aðeins 19.500.- per nótt ef það eru 6 (aðgengi að tjaldstæði ekki innifalið)
150.000 í tryggingu sem greiðist til baka við skil.
Möguleiki 2
2 herb íbúð á besta stað, rétt við sundlaug, dalinn og næsta bekkjabíl.
Stórt rúm, góður sófi
Þvottavél og allt það helsta
Möguleiki að rýma fyrir dýnum
Verð 650.000.- sem er rétt um 35.000.- á mann per nótt ef það eru 6
250.000 Trygging sem greiðist til baka við skil.
20% afsláttur ef meðalaldur er yfir 40
40% afsláttur er meðalaldur er yfir 50
Myndir og nánari uppl sendist á icedrones@gmail.com“
Auglýsingin sló í gegn en þó ekki vegna þess sem í boði var heldur vegna verðsins. 54 athugasemdir hafa verið skrifaðar við færsluna þegar þetta er skrifað. Á meðal athugasemda sem netverjar létu fjúka eru þessar:
„Þannig að þú þarft að eiga 900 þúsund Krónur (plús Herjólf og miða I dalinn ) til þess að fara á 3gja daga útihátíð ? Hef ALDREI heyrt um aðra eins græðgi, Þu græðir 2-3 mánaða leigu á húsnæðinu þínu fyrir 3 daga hátíð ? Er ekki i lagi að “chilla” aðeins a verðinu og vera sanngjarn ? Annars er þetta frjálst land og þú ræður þessu sjálfur/sjalf, en mundu bara að karma er alltaf að fylgjast með.“
„Er þetta allt saman gert úr gulli ?“
„Er ekki alveg í lagi ? Dýrara en sólarlandaferð með öllu inniföldu.“
„Jesus minn, ég er að fara til Spánar í 13 daga og það er 400 þúsund samtals fyrir 2 fyrir flug bílaleigu bíl og gistingu með morgunþat og öllum drykkjum innifalið.“
„Maður er alveg gapandi hissa á að þessi póstur komi ekki undir nafni.“
„Rigningin er væntanlega innifalin í verðinu!“
Einn bendir á að hægt er að leigja kúlutjöld þar sem ekkert er innifalið á 90 til 200 þúsund krónur í Eyjum yfir helgina, og tjöldin séu nær uppseld. „Verst það er ekki commentakerfi á síðunni.“