fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Skemmtiferðaskip skildu logandi hrædda farþega eftir í landi – Flóðbylgjan á leiðinni

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 17:30

Farþegar greindu frá málinu á samfélagsmiðlum. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmi eru um að skemmtiferðaskip hafa farið strax af stað þegar óttast var um flóðbylgju vegna jarðskjálftans mikla við Rússland. Farþegar voru skildir eftir í höfn, logandi hræddir.

Breska blaðið The Daily Mail greinir frá þessu.

Jarðskjálftinn var 8,8 á Richter-kvarða, austan við Kamtjakaskaga í Rússlandi í morgun. Gefnar voru út flóðbylgjuviðvaranir víða við strendur Kyrrahafs, svo sem í Japan, Kólumbíu, á vesturströnd Bandaríkjanna og á Hawaii eyjaklasanum.

Þar var einmitt þar sem skemmtiferðaskip fór af stað og skildi breska ferðamenn eftir í höfn. Margir þeirra fóru strax á samfélagsmiðla og lýstu yfir hneykslan sinni.

„Flóðbylgja nálgast Hawaii og skemmtiferðaskipið er að fara án fólks. Algjörlega klikkað,“ sagði einn þeirra. En búist var við öldum allt að þriggja metra háum á eyjunum.

„Við komumst út á höfn en skipið er að fara,“ sagði ein kona. „Skipið er að fara og við ætlum að reyna að komast ofar í landið. Fólk er í uppnámi og ég er ekki að gera lítið úr þessu ástandi. Ég er að segja að þetta er brjálað, ringulreið, enginn veit hvað er að gerast, rútubílstjórinn vissi ekkert hvað var að gerast.“

Dæmi var um að sumir fjölskyldumeðlimir væru komnir um borð en aðrir hefðu verið skildir eftir í landi. En skipið sigldi að öruggara hafsvæði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“