fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 20:00

Frá íslenskri útilegu sumarið 2021. Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða á samfélagsmiðlum um tjaldsvæði er afar lífleg þessa dagana, eins og jafnan á þessum árstíma, í takt við mikil ferðalög landans. Um síðustu helgi greindum við frá líflegum umræðum þar sem erlendir ferðamenn voru sakaðir um næturónæði á tjaldsvæðum og að koma sér undan því að borga fyrir afnot. Voru mjög skiptar skoðanir um hve mikið sé um þetta.

Sjá einnig: Kvartaði undan erlendum ferðamönnum á tjaldsvæðum og fékk hvasst svar – „Að lesa þetta er kostulegt“

Umræðurnar fóru fram í Facebook-hópnum „Tjaldsvæði – umræðuvettvangur“ og þar hefur núna stigið fram kona sem rekur tjaldsvæði. Tilefni skrifa hennar er tvennt, annars vegar blöskrar henni neikvæð umræða um erlenda ferðamenn, hins vegar undrast hún hvað íslenskir ferðamenn skilja eftir sig mikið sorp:

„Góða kvöldið kæri hópur, það er tvennt sem mig hefur lengi langað að skrifa og læt verða af því nú eftir að hafa verið að lesa margt hérna inni undanfarin ár, ég er búin að reka mjög stórt tjaldsvæði í rúm 15 ár, mig langar til að leiðrétta þann þráláta misskilning að erlendir ferðamenn reyni að komast hjá því að greiða, mín reynsla er sú að þeir eru mjög samviskusamir varðandi þetta þó þeir komi seint og fari snemma, það myndum við sennilega líka mörg gera ef við værum að ferðast erlendis, upplifun mín öll þessi ár er því miður mikið meiri sú að Íslendingar láti sig hverfa.“

Fjölskylda fyllir hálft ruslakar

Konan segist efast um að fólk almennt geri sér grein fyrir því hvað mikið sorp er losað á einu tjaldsvæði og margt sem fólk skilji þar eftir sig eigi heima annars staðar en í heimilissorpi:

„Næsta mál er sorpið, ég efast um að meðalmanneskja átti sig því gríðarlega sorpi sem kemur frá einu tjaldsvæði hvern dag, því miður eru ansi margar fjölskyldur sem fylla stundum hálft ruslakar við brottför, þar sem fullt af nýju útilegudóti var keypt á leiðinni í ferðalagið og pakkningum hent í heilu lagi, kössum utan af ferðagrillum, tjalddýnum og fl, ónýta dótið og bognu útilegustólarnir lenda ansi oft einnig í heimilissorpinu, með þessum skrifum er ég ekki að reyna að koma af stað umræðu né leiðindum, síður en svo, heldur einfaldlega að koma þessu frá mér því mér finnst umræðan hérna um erlenda ferðamenn oft svo neikvæð og missi daglega andlitið þegar ég horfi á allt þetta sorp sem betur á heima annarsstaðar en í hefðbundnu heimilissorpi og vil einfaldlega að fólk hugsi sig aðeins um áður en það hendir í svona kör, ást og friður með von um frábæra rest af ferðasumrinu.“

Karlmaður leggur orð í belg undir færslunni og bendir á að þess séu vissulega dæmi að erlendir ferðamenn komi sér undan að borga:

„Hef horft upp á það sjálfur að sjá erlenda ferðamenn í samfloti koma inn á svæði á Cococamperum seinnipart dags, upp úr 17:00, og fara svo aftur. Sömu einstaklingar komu svo aftur korter fyrir miðnætti, drífa sig á snyrtinguna og svo í háttinn. Rétt fyrir 6 um morgunin yfirgáfu þeir svæðið. Auðvitað hlýtur svona háttarlag einstaklinga að heyra til undantekninga en er samt staðreynd og kemur óorði á hina.“

Annar karlmaður tekur undir með höfundi færslunnar hvað varðar sorpmálin:

„Allt of margir halda að þeir séu í fríi frá því að flokka ruslið sitt þegar þeir eru ekki heima hjá sér. Sjálfur tek ég sem mest með heim úr mínum ferðum og læt á rétta staði.“

Kona bendir á að í heildina sé framkoma og viðmót til fyrirmyndar á tjaldsvæðum:

„Ágætur pistill, gisti á tjaldstæðum á Íslandi allt að 50 nætur á ári og hef gert lengi, út um allt land. Hef ávallt fengið gott viðmót bæði starfsfólks og gesta, takk fyrir okkur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

32 meintir útsendarar Rússa í haldi pólsku lögreglunnar

32 meintir útsendarar Rússa í haldi pólsku lögreglunnar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Greiningin var auðvitað áfall“

„Greiningin var auðvitað áfall“