fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Enn einn olíuþjófnaðurinn til rannsóknar

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 18:49

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur borið mikið á fréttum af ítrekuðum þjófnuðum á díselolíu og bensíni. Eins og DV greindi fyrst allra fjölmiðla frá var hundruðum lítra af díselolíu stolið frá fyrirtækinu Fraktlausnir. Það mál hefur verið mikið til umfjöllunar síðan og sömu aðilar og grunaðir eru um þjófnaðinn hafa verið bendlaðir við önnur sambærileg mál og einnig að hafa stolið brúsum til að nota undir ránsfenginn. Töluvert hefur borið á því að bílar með bensíni og olíu séu geymdir á bílastæðinu við Seljakirkju í Reykjavík og er talið mögulegt að það tengist þessum málum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði síðan eftir upplýsingum fyrr í dag um hópinn sem grunaður er um þjófnaðinn hjá Fraktlausnum.

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er síðan greint frá því að fyrr í dag hafi verið tilkynnt um þjófnað á olíu úr beltagröfu í Hafnarfirði og að málið sé í rannsókn. Hvort grunur sé um að þarna sé um þessa sömu aðila að ræða og grunaðir eru um þjófnaðinn frá Fraktlausnum og í öðrum málum þar sem olíu og bensíni hefur verið stolið að unfanförnu kemur ekki fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“