fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 11:58

Hraunjaðarinn getur verið mjög hættulegur. Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum varar fólk við því að hraunjaðarinn við eldgosið á Reykjanesi geti brotist skyndilega fram. Hraunbreiðan er nú skilgreind sem áhættusvæði og afmarkað er 25 metra svæði frá jaðrinum.

„Hætta er á því við hraunjaðarinn að þunnfljótandi hraun brjótist skyndilega fram og hraunjaðarinn sjálfur jafnvel hrunið. Veðurstofan mælir með því að öll nýja hraunbreiðan verði skilgreind sem áhættusvæði og afmörkuð,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurnesjum.

Lögreglustjóri hefur ákveðið að 25 metrum frá hraunjaðrinum sunnanverðum verði afmarkað, þar sem jeppaslóðin endar. Almenningur er beðinn að ganga ekki lengur til vesturs en 100 metra frá endastöð vegslóðar. Svæðið sé vel afmarkað. Austan megin við hraunbreiðuna, við Fagradal, er afmörkunarsvæðið nokkrir metrar.

„Búið er að koma fyrir skiltum á svæðinu og eru skilaboðin skýr; ekki ganga á hrauninu. Útsýnisstaðurinn austan við hraunið hentar vel þeim sem vilja sjá gosið betur. Við biðjum almenning um að virða afmörkunarsvæðið og liðsinna okkar í að höfða til ferðamanna sem ætla sér út á hraunið. Þetta er sameiginlegt verkefni viðbragðsaðila og almennings,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“