fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Leita að upplýsingum um stúlkubarn sem keyrt var á á Akureyri

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. júlí 2025 13:50

Akureyri. Mynd: NorthIceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Akureyri leitar að upplýsingum um unga stúlku sem keyrt var á á Akureyri á föstudag. Samkvæmt upplýsingum vitna er stúlkan talin vera á aldrinum 7 til 12 ára.

Í færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra kemur fram að rétt fyrir kl. 15 á föstudag var ekið á gangandi vegfaranda við gangbraut á Hjalteyrargötu á Akureyri.

Atvikið var með þeim hætti að ung stúlka, klædd í svartar buxur og bleika peysu hleypur í veg fyrir húsbíl sem ekið var í norðurátt.

Unga stúlkan lendir á bifreiðinni og fellur í götuna og hleypur síðan í burtu í átt að strætóskýli. Svo virðist sem hún hafi verið með öðrum krökkum sem talin eru vera á aldursbilinu 7 til 12 ára.

Vitni að atvikinu ræddi við ungu stúlkuna sem varð fyrir húsbílnum en hún vildi ekki gefa upp nafn né þiggja neina aðstoð og fór því af vettvangi áður en lögreglan fékk upplýsingar um atvikið.

Lögreglan leitar nú eftir upplýsingum um þessa ungu stúlku en líklegt þykir að hún hafi hlotið einhverja áverka við slysið.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við Lögregluna á Norðurlandi eystra í síma 444 2800 eða senda póst á netfangið nordurland.eystra@logreglan.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“
Fréttir
Í gær

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölnir spenntur fyrir því að sjá Skjöld Íslands í Druslugöngunni

Fjölnir spenntur fyrir því að sjá Skjöld Íslands í Druslugöngunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíræfnir þjófar stálu nokkur hundruð lítrum af díselolíu – „Lögreglan hefur ekki áhuga á að stoppa svona lið“ – Myndband

Bíræfnir þjófar stálu nokkur hundruð lítrum af díselolíu – „Lögreglan hefur ekki áhuga á að stoppa svona lið“ – Myndband