fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. júlí 2025 14:00

Einar Rúnar segir að bíllinn hafi verið alveg inni á hans vegarhelmingi þegar þeir mættust.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litlu munaði að fjallaleiðsögumaðurinn Einar Rúnar Sigurðsson hefði ekki fengið að sjá 57 ára afmælisdaginn sinn í fyrradag þegar hann var þvingaður út af vegi skammt við Kvísker. Hann segist ekki reiður við ökumanninn en „lestarhegðun“ ferðamanna sé sökudólgurinn.

Komst ekki aftur inn

Einar Rúnar er einn reyndasti fjallaleiðsögumaður landsins og hefur farið í hundruð skipti upp á Hvannadalshnjúk. Hann lenti í óskemmtilegri reynslu á veginum við Kvísker í Öræfum í fyrradag, þegar hann var þvingaður út af veginum.

Var þetta daginn fyrir 57 ára afmælið hans og segist hann heppnin að það endaði ekki verr. Einar Rúnar var að koma frá Höfn í Hornafirði og mætti langri bílalest vestan við Kvísker.

Þar hafi ökumaður hvíts fólksbíls ákveðið að færa sig framar í lestina en komst ekki aftur inn á sinn vegarhelming. Stutt hafi verið á milli bílanna.

Öruggara að fara út af

Ákvað Einar Rúnar að keyra út af veginum, það hafi verið öruggara en að reyna að hanga uppi á kantinum, hálfur út af og á fullri ferð. Bíllinn sem á móti kom hafi verið alveg inni á hans vegarhelmingi þegar þeir mættust.

„Ég drap á og stökk út og tók mynd af lestinni bruna í burtu,“ segir Einar Rúnar í samtali við DV. Hann hafi verið mjög heppinn. „Heppinn með hvernig svæðið í kringum veginn var slétt. Þokkalega stórir steinar aðeins vestar.“

Feginn að vera á Land Rover

Einar Rúnar var feginn að vera á Land Rover og lenda á sléttu svæði. Mynd/aðsend.

Einar Rúnar segist hafa verið feginn að vera á Land Rover Defender jeppa. Það hefði kannski farið öðruvísi ef hann hefði verið á Skódanum sínum, að hendast niður af veginum á 70 kílómetra hraða.

Taka þurfi á lestarhegðun

Hann segist kenna ökuhegðun ferðamanna almennt á Íslandi um þetta frekar en ökumanni hvíta bílsins sem þvingaði hann út af veginum.

„Ég var ekki einu sinni reiður við ökumann hvíta bílsins,“ segir Einar Rúnar. „Þessi lestarhegðun ferðamanna á Íslandi er sökudólgurinn. Það að þurfa að hanga í rassinum á næsta bíl með 2 metra á milli hvort sem bíllinn á undan keyrir á 60 eða 95. Gerir það að verkum að þeir sem vilja keyra eins og eðlilegt fólk þegar það vill svo til að fremsti bíll er á 60-70 þarf að stofna sér (og mér) í stórhættu til að komast fram úr 100 metra langri lest.“

Spyr hann hvort það væri ekki rétt að láta bílaleigurnar búa til kennsluefni fyrir ferðamenn þar sem tekið væri á hegðun eins og þessari.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway