fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Alvarleg hákarlsárás á Kanaríeyjum – Fólk beðið að vera á varðbergi í sjónum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 14:30

Árásin átti sér stað vestur af eyjunni Fuerteventura.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður varð fyrir alvarlegri árás hákarls þar þegar hann var á „standbretti“ (e. paddleboard) vestur af eyjunni Fuerteventura í Kanarí eyjum. Er þetta mjög óalgengt. Yfirvöld biðja fólk að fara varlega í sjónum.

Miðillinn Canary Weekly greinir frá þessu.

Atvikið átti sér stað á sunnudag nálægt stað sem heitir Los Molinos, sem er vinsæll staður fyrir vatnasport.

Maðurinn var á nokkurri ferð á standbrettinu þegar hákarlinn réðst á hann. Fyrst beit hákarlinn í brettið og síðan í fótlegginn á manninum. Fékk hann stórt og mikið sár eftir dýrið en náði að komast sjálfur í land. Þrátt fyrir að sárið væri djúpt var maðurinn ekki talinn í lífshættu.

Að sögn sjónarvotta greip um sig ótti meðal gesta á staðnum eftir árásina. Yfirvöld á staðnum hafa beðið fólk að sýna aðgát og tilkynna um allt óvenjulegt sem það sér í sjónum. Ekki hafa þó verið gerðar neinar auka öryggisráðstafanir af hálfu yfirvalda.

Málið þykir mjög óvenjulegt. Sjaldgæft er að strandargestir sjái hákarla við Kanaríeyjar og enn þá sjaldgæfara er að þeir ráðist á fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“