fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. júlí 2025 07:00

Mynd: fastinn.is/Remax.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnufélagið Valur hf. vill nú nýta lóð sína að Valshlíð 11 undir bílastæði til allt að þriggja ára.

Á afgreiðslufundi skipulagsfullfrúa þann 3. júlí síðastliðinn var lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá félaginu: 

Lögð fram fyrirspurn Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 4. júní 2025, um tímabundið leyfi (ca þrjú ár) fyrir gerð allt að 500 gjaldskyldra bílastæða á lóð nr. 11 við Valshlíð 11, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta, dags. 6. júní 2025.

Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Valshlíð 11 er óbyggða lóðin vinstra megin. Valur á einnig Valshlíð 13, sem er óbyggða lóðin hægra megin. Mynd: Borgarvefsjá.
Hér má sjá úr íbúð í Valshlíð 4 yfir óbyggða lóð Valshlíðar 11. Mynd: fastinn.is/Remax.

Ekki kemur fram nánar um hver eigi að geta nýtt stæðin, hvort þau eigi aðeins að vera fyrir iðkendur félagsins og gesti, eða hvort þau eigi að vera opin almenningi. Hinu megin við Miklubraut rís nýr Landspítali og mun vera fátt um stæði fyrir starfsfólk, sjúklinga og aðstandendur, enda stæðum þegar fækkað á lóð spítalans vegna nýbygginga.

Á vef um nýjan Landspítala segir: Í bílastæða- og tæknihúsi (BT hús) verða stæði fyrir um 500 bíla og fyrir 200 hjóla-og rafhjólastæði. Gert er ráð fyrir að starfsmenn Landspítala nýti sér fjölbreyttan samgöngumáta svo og Borgarlínu sem þverar Hringbrautarsvæðið og stoppar í miðju svæðisins við Sóleyjartorgið.

Meðfram lóðinni í Valshlíð 11 liggur göngu/hjólabrú yfir Hringbraut sem fyrir framan Læknagarð við Hvannargötu. 

Samkvæmt gildandi deiluskipulagi fyrir Hlíðarenda frá árinu 2017 á að byggja æfingasvæði á lóðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Í gær

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum