fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ymur Art Runólfsson, fertugur Reykvíkingur, var sakfelldur þann 4. júlí fyrir að myrða móður sína á heimili hennar í Breiðholti í Reykjavík í október 2024. 

Ymur var metinn sakhæfur, en honum var hins vegar ekki gerð refsing þar sem talið var að hún myndi ekki bera árangur. Aftur á móti er honum gert að sæta öryggisvistun.

Sjá einnig: Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Sjá einnig: Blóðidrifin saga Yms – Stakk föður sinn og banaði móður sinni

Vísir greinir frá því að sama dag og Ymur banaði móður sinni hafi vitni orðið að því þegar hann hótaði móður sinni lífláti. Segist vitnið hafa hringt í lögregluna, en enginn mætt. Daginn eftir las hann að maður væri í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana kvöldið áður. Segist hann fullviss um að um hafi verið að ræða Ym og móður hans.

„Ég var að labba með kærustunni minni og börnunum okkar á Klambratúni þegar við heyrðum í einhverjum ótrúlega reiðum manni. Við kíktum og sáum fullorðna konu sem sat á bekk og það stóð maður yfir henni og öskraði reiðilega á hana. Hann talaði um að hann væri nýsloppinn úr fangelsi og að hún hafi komið honum fyrir þar. Hann sagðist ætla að myrða hana,“ segir Ásgeir Valur Linduson í samtali við fréttastofu Vísis. Segist hann hafa staðið í korter með fjölskyldu sinni og engin lögregla komið. Að lokum hafi þau farið eftir að móðir Yms og hann hafi farið áður.

„Þarna er maður í annarlegu ástandi og geðveilu sem er nýsloppinn úr fangelsi, og lögreglan er með tilkynningu um að hann segist ætla að myrða móður sína, og hann fer og myrðir móður sína. Mér finnst mjög skrýtin forgangsröðun að það sé ekki í forgangi.“

Nánar má lesa um málið á vef Vísis hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Í gær

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Í gær

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarandstaðan slær Íslandsmet í málþófi

Stjórnarandstaðan slær Íslandsmet í málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“