fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 20:30

Mörgum þykir Arnarland eiga að vera allt of háreist og þéttbýlt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað kærum tveggja íbúa í Arnarnesi á deiliskipulagi hins umdeilda hverfis Arnarlands. Farið hefur verið fram á endurupptöku í báðum málunum.

Arnarland er nýtt svokallað heilsuhverfi sem á að rísa á Arnarneshálsinum, á milli Arnarnessins og Akrahverfis í Garðabæ og Smárahverfis í Kópavogi. Eins og DV hefur fjallað um hafa íbúar allra þessara hverfa mótmælt áformunum, sem og fleiri, meðal annars fulltrúar minnihluta Kópavogsbæjar.

Hverfið, sem á að verða blanda af íbúðum og þjónustu, verður mjög háreist og þéttbýlt. Óttast margir nágrannar bæði aukna bílaumferð sem og skert útsýni. Meðal annars íbúar í Smárahverfi sem óttast að verið sé að byrgja þeim sýn yfir Kópavoginn sjálfan.

Mikil óánægja

Hundruðir athugasemda hafa verið sendar inn til bæjarstjórnar Garðabæjar sem hefur minnkað byggingarmagnið lítillega. Einnig hefur undirskriftum verið safnað gegn hverfisskipulaginu og kærur sendar inn.

Nú hefur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísað frá tveimur kærum íbúa í Súlunesi á Arnarnesi. Það er íbúa sem kærðu ákvörðun bæjarstjórnar Garðabæjar þann 6. mars á þessu ári að samþykkja deiliskipulag Arnarlands.

Íbúarnir kröfðust þess að deiliskipulagið yrði fellt úr gildi og annmarkar á því lagfærðir. En samkvæmt því á að reisa 450 íbúðir og 37 þúsund fermetra magn af verslunar-, skrifstofu- og þjónusturýmum.

Hafi ekki svarað athugasemdum

Vísað var til þess að Garðabær hefði ekki svarað athugasemdum íbúa sem sendar voru inn á auglýsingatíma deiliskipulagsins.

„Skipulagið geri ráð fyrir háreistu atvinnuhúsnæði sem valdi skuggamyndun á lágreista íbúðarbyggð við Súlunes. Þeir hafi óskað eftir gögnum frá bæjarstjóra um skuggamyndun en þau hafi ekki borist. Þá muni endurkast umferðar um Hafnarfjarðarveg líklega valda hávaðamengun auk þess sem byggingarmagn á viðkomandi reit hafi í för með sér umferðartafir sem þegar séu miklar á svæðinu,“ segir í málsrökum kærenda.

Sjá einnig:

Félagið Arnarland sé með Garðabæ í vasanum – „Það er verið að setja nýja Kringlu á pinkulítið svæði“

Úrskurðarnefndin vildi hins vegar meina að kærufresturinn hefði verið liðinn þegar kærurnar voru sendar inn. Það er að fresturinn sé einn mánuður frá því að kæranda hafi verið kunnugt eða mátt vera kunnugt um að ákvörðunina sem kæran lýtur að, miðað við fyrstu birtingu hennar. Aðeins megi víkja frá þessu ef veigamiklar ástæður liggi að baki.

Of seint

Skipulagsbreytingin hafi verið kynnt í Stjórnartíðindum 16. maí síðastliðinn og fresturinn því til 16. júní en kærurnar bárust 21. júní.

„Kærendur í máli þessu hafa greint frá því að vegna sumarleyfis og þess að beðið hafi verið gagna frá Garðabæ hafi kæra í málinu borist svo seint. Með því verður ekki talið að slíkar aðstæður séu fyrir hendi að 28. gr. laganna eigi við. Verður einnig að benda á að lögmælt opinber birting ákvörðunar hefur þá þýðingu að almenningi telst vera kunnugt um hana. Verður máli þessu því vísað frá nefndinni,“ segir í niðurstöðu nefnarinnar.

Sjá einnig:

Theódóra ósátt við Arnarlandsskipulagið – „Mér finnst þessi viljayfirlýsing koma tveimur til þremur árum of seint“

Eins og áður segir hafa íbúarnir farið fram á endurupptöku í málunum og Garðabæ verið gert vart um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“