fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Strandveiðisjómaður lést vestur af Blakki

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. júní 2025 17:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strandveiðisjómaður lést í morgun eftir að bátur hans sökk skammt vestur af Blakki, suðvestur af Patreksfirði.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum segir að henni hafi borist tilkynning rétt fyrir kl. 11 í morgun um atvikið. Kom fram að einn maður væri um borð.

Björgunarskipið Vörður II frá Patreksfirði fór rakleitt á vettvang ásamt nærstöddum bátum auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.

Maðurinn sem á bátnum var, fannst við þann stað sem báturinn sökk. Hann var í framhaldi fluttur til Patreksfjarðar en var við komuna þangað úrskurðaður látinn.          

Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu en samband hefur verið haft við nánustu aðstandendur vegna málsins.

Sjá einnig: Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum

Rauði krossinn var einnig virkjaður í því skyni að veita þeim sem að málinu komu viðeigandi aðstoð.

Lögreglan á Vestfjörðum fer með rannsókn málsins og er Rannsóknarnefnd samgönguslysa kunnugt um það. Segir í tilkynningu lögreglunnar að ekki verða gefnar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“