fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

45 gráðu frost í Reykjavík? – Það gæti orðið raunveruleikinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. júní 2025 03:10

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef svo illa fer að AMOC-hafstraumurinn hrynur, margar rannsóknir benda til að það geti gerst á næstu 100 árum, mun veðurfarið í Norður-Evrópu gjörbreytast.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar, sem var birt í vísindaritinu Geophysical Research Letters í síðustu viku. Rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd.

Rétt er að hafa í huga að mjög litlar líkur eru á að AMOC-hafstraumurinn hrynji en ef það gerist þá getur það haft í för með sér að veturnir verða mjög kaldir í Norður-Evrópu.

AMOC stendur fyrir „Atlantic Meridional Overturning Circulation“ og sér um að flytja kaldan sjó í hlýrri sjó djúpt niðri í hafinu og hlýjan sjó norður eftir við yfirborð sjávar. Hitamunur og saltmagn knýja strauminn áfram.

AMOC gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að hafa stjórn á loftslaginu á heimsvísu og sér meðal annars til þess að veturnir í Norður-Evrópu séu mildir.

En eftir því sem hitastig á heimsvísu hækkar, þá mun ísinn á Grænlandi bráðna sífellt hraðar og úrkoman yfir hafi mun aukast. Þannig blandast sífellt meira ferskvatn við sjóinn í norðanverðu Atlantshafi.

Eftir því sem magn ferskvatns eykst, minnkar massi sjávar. Ef ferskvatnið er ekki nægilega þungt til að sökkva niður, þá getur það veikt eða stöðvað hafstrauminn.

TV2 hefur eftir Susanne Ditlevsen, prófessor í tölfræði við Kaupmannahafnarháskóla, að köldustu vetrardagarnir verði 10-20 gráðum kaldari en ef AMOC hrynur ekki. Það má eiga von á svo mikilli kólnun allt að því árlega þegar búið er að taka tillit til hnattrænnar hlýnunar.

Miðað við niðurstöðurnar getur AMOC veikst um rúmlega 80% ef hnattræn hlýnun verður tvær gráður.

Ef svo fer, þá gæti mesta frostið að vetri til orðið allt að 45,7 gráður í Reykjavík og svo mikið frost gæti orðið á tíu ára fresti að meðaltali.

Það myndi frjósa í að meðaltali 323 daga á ári í Reykjavík og 274 sólarhringa á ári myndi hitastigið ekki komast upp fyrir frostmark.

Það eina jákvæða í öllu þessu er að ef AMOC hrynur, þá verða kuldatölur af þessu tagi ekki að veruleika fyrr en 100 árum síðar, svo við núlifandi þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur en öðru máli gegnir um afkomendur okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“