fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Leigan hækkaði úr 260 þúsund upp í 430 þús á aðeins fjórum árum – „Viðskiptaráð gengur erinda leigusala“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. júní 2025 10:30

Fyrstu íbúðirnar sem Bjarg lauk við og kom í útleigu eru við Móaveg í Grafarvogi. Mynd/BSRB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn VR lýsir yfir furðu yfir „atlögu“ Viðskiptaráðs Íslands (VÍ) að íbúðafélögunum Bjargi og Blæ, en VÍ hefur kvartað undan aðstoð hins opinbera við óhagnaðardrifin leigufélög til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). VÍ telur þessa aðstoð ólögmæta og brjóta gegn EES-samningnum. Þetta útspil VÍ hefur valdið nokkru fjaðrafoki og töluverðri reiði.

Sjá einnig: Undrun og reiði yfir útspili Viðskiptaráðs – „Þetta er bæði siðlaust og ógeðslegt“

Stjórn VR sendi frá sér ályktun vegna málsins í gær þar sem rakið er að ef VÍ fengi að ráða þá þyrftu laun að hækka um að minnsta kosti 150 þúsund krónur á mánuði.

„Þegar Blær, leigufélag á vegum VR, afhenti sína fyrstu íbúð fyrr á þessu ári tók við henni leigjandi sem hafði þurft að sæta hækkun á leiguverði í sínu fyrra húsnæði úr 260 þúsund krónum á mánuði og upp í 430 þúsund krónur á aðeins fjórum árum. Vissulega er það hagur eigenda slíks leiguhúsnæðis að geta hækkað leigu eftir eigin geðþótta, en engin venjuleg launamanneskja á leigumarkaði getur staðið undir slíku. Viðskiptaráð gengur erinda leigusala sem hagnast á slakri vernd leigjenda og verktaka sem geta selt húsnæði til leigufélaga á yfirverði, en skeytir engu um hag þess fjölda fólks sem þarf á öruggu leiguhúsnæði að halda.“

Stjórn VR rekur að hóflegur leigumarkaður geti haft áhrif á húsnæðismál í heild sinni. Ef „gróðraöflin“ fái að ráða leiguverði ein þá muni það hækka húsnæðisverð fyrir alla, auka verðbólgu og minnka lífskjör. Því sé ekkert óeðlilegt að stjórnvöld geri sitt til að auka framboð af óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði.

Leigjandi hjá Bjargi greiði að jafnaði þriðjungi lægri leigu en á almennum markaði. Leigjendur Bjargs eru þar að auki einstaklingar og fjölskyldur í lægri tekjuþrepum.

„Munurinn á greiðslubyrði getur verið allt að 100 þúsund krónur á mánuði, sé litið til meðalleigufjárhæðar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu HMS. Leigjandi hjá Blævi, þar sem ekki er kveðið á um tekjumörk, getur átt von á að greiða um 15% lægri leigu en á markaði.“

Ef þessi atlaga VÍ mun leiða til þeirrar niðurstöðu sem ráðið sækist eftir þá sé einbúið að verkalýðshreyfingin muni krefjast að minnsta kosti 150 þúsund króna viðbótarhækkunar á launum í næstu kjarasamningum, en það væri fjármagnið sem vegna VÍ myndi rata beint frá launþegum og fyrirtækjum í vasa gróðadrifinna verktaka og leigufélaga.

„Stjórn VR spyr hvort fyrirtæki á borð við Ölgerðina, Festi, Icelandair, Kerecis, Sýn, Landsbankann og Eflu og öll hin fyrirtækin sem eiga aðild að Viðskiptaráði séu tilbúin í þá vegferð. “

Leigjendur Bjargs og Blævar séu launafólk sem eigi ríkan þátt í að skapa verðmæti fyrir þessi fyrirtæki sem og að halda úti stofnunum samfélagsins. Stjórn VR fer fram á skýr svör frá þeim 37 fyrirtækjum sem eiga sæti í stjórn VÍ og forsvarsmönnum þeirra hvort þessi kvörtun VÍ sé gerð í þeirra nafni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla