fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Gunnar sendir neyðarkall: „Þetta neyddist ég til að gera á föstudag“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. júní 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Undanfarin misseri hefur sífellt hallað á ógæfuhliðina og nú duga skólagjöld ekki lengur til,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, í aðsendri grein sem birtist á vef Vísis í morgun.

Þar varpar hann ljósi á fjárhagsvandræði skólans og erfiða ákvörðun sem hann tók á föstudag. Hann segir augljóst að það stefni í lokun skólans, fyrr en síðar.

„Það er sorglegt að þurfa að auglýsa flygil eins af okkar þekktustu tónskáldum til sölu í þeim tilgangi að fjármagna launagreiðslur kennaranna við Söngskóla Sigurðar Demetz (SSD) en þetta neyddist ég til að gera á föstudag,” segir Gunnar sem vísar þarna í flygil Jórunnar Viðar tónskálds.

Hann bætir við að enginn hafi sett sig í samband enn sem komið er, en kveðst þó hafa áttað sig á því í gær að hann birti hvorki netfang né símanúmer með auglýsingunni en það gerir hann hins vegar í grein sinni í morgun.

Aldrei fleiri gestir

Í greininni fer Gunnar yfir sögu söngskólan sem spannar tæp 30 ár og bendir á að aldrei í sögunni hafi tekist að laða jafn marga gesti á vorsýningar nemenda eins og í ár. Um 1.500 áhorfendur komu á sýningar skólans í Borgarleikhúsinu, leikhúsi leikfélags Kópavogs og í sal söngskólans í Ármúla en um 50 nemendur stunduðu nám í óperu- og söngleikjadeildum skólans í vetur.

Gunnar bendir á að margir nemendur haldi áfram námi í listaháskólum hér heima og erlendis og nefnir að fjöldi nemanda sé með greiningu af einhverju tagi, ADHD, kvíða, þunglyndi, einhverfu og þar fram eftir götunum. Tilgangur skólans sé ekki eingöngu að búa í haginn fyrir nýjar kynslóðir af óperusöngvurum, söngleikjasöngvurum og leikurum heldur eignast músíkþerapista og kórstjóra með þekkingu á heilsueflingu í gegnum söng og kennara í valdeflandi leiklistarkennslu.

Margra milljóna króna halli

Hann fer svo yfir það hvers vegna óveðursskýin hafa hrannast upp.

„Kennslan er að stórum hluta fjármögnuð með framlagi ríkisins samkvæmt samkomulagi sem gert var við sveitarfélögin árið 2011 um eflingu tónlistarnáms. Lengst af hefur framlagið engan veginn dugað til að greiða alla kennsluna. Reykjavík hefur í 14 ár ekkert lagt til kennslukostnaðar á efri stigum tónlistarnáms. Kjarabætur kennara eru ákveðnar án aðkomu SSD og án samsvarandi leiðréttingar á framlögum. Eftir launahækkun kennara í febrúar á þessu ári er staðan sú að upphæðin sem við fáum í okkar hlut hrekkur rétt fyrir um 70% af raunkostnaði kennslu,“ segir hann og bætir við að tónlistarkennslu eigi að fjármagna úr opinberum rekstri og ekki sé leyfilegt samkvæmt lögum að nýta skólagjöldin til að greiða kennslukostnað.

Hann segir að sigið hafi á ógæfuhliðina síðustu misseri og skólagjöldin dugi ekki til. Það þurfi nefnilega að borga margt annað en laun kennara. „Er því augljóst að það stefnir í lokun skólans, fyrr en síðar,“ segir hann og tekur fram að á nýliðnu skólaári hafi hallinn verið 10 milljónir króna og stefni í að verða 15 milljónir eða meira á því næsta.

„Lokaður skóli gerir engum gagn og því verð ég greinilega að leita nýrra leiða til að fjármagna námið í SSD, a.m.k. að hluta. Flygill Jórunnar er enn falur en allir sem eru aflögufærir og treysta sér til að veita okkur fjárhagsstuðning geta sent mér línu á netfangið gunnar@songskoli.is eða slegið á þráðinn í síma 6634239.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum