fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Oddný Eir tekur við Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. júní 2025 15:44

Oddný Eir Ævarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur og dagskrárgerðarkona hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Starfið var auglýst laust til umsóknar 24. apríl og lauk umsóknarfresti 23. maí. Sex umsóknir bárust og varð niðurstaða stjórnar Gunnarsstofnunar að bjóða Oddnýju Eir starfið. 

Oddný Eir Ævarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1972 og er menntuð í heimspeki og bókmenntum. Hún hefur starfað sem rithöfundur um langt skeið og gefið út á annan tug höfundarverka. Hún hefur fjölbreytta reynslu á mörgum sviðum menningar, mennta og miðlunar og hefur unnið við safnastarf, kennslu, ritstjórn, sýningastjórn og dagskrárgerð, svo nokkuð sé nefnt.

Oddný Eir var í stjórn Rithöfundasambands Íslands um tíma og sat þá um skeið í stjórn Gunnarsstofnunar fyrir hönd sambandsins. Hún tekur við starfinu 1. janúar 2026 af Skúla Birni Gunnarssyni sem hefur verið forstöðumaður Gunnarsstofnunar frá hausti 1999.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Staðfesta komu Xhaka
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tvær konur unnu í Lottó – önnur grét, hin bókaði ferð til Tenerife

Tvær konur unnu í Lottó – önnur grét, hin bókaði ferð til Tenerife
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögmaður spyr hvort minniháttar glæpir einfaldlega borgi sig – „Má segja að lögregla skili fullkomlega auðu“

Lögmaður spyr hvort minniháttar glæpir einfaldlega borgi sig – „Má segja að lögregla skili fullkomlega auðu“
Fréttir
Í gær

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“
Fréttir
Í gær

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg
Fréttir
Í gær

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“
Fréttir
Í gær

Er með nafn, heimilisfang og bíllykla bensínþjófsins – „Hringdu í mig“

Er með nafn, heimilisfang og bíllykla bensínþjófsins – „Hringdu í mig“