fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Oddný Eir tekur við Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. júní 2025 15:44

Oddný Eir Ævarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur og dagskrárgerðarkona hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Starfið var auglýst laust til umsóknar 24. apríl og lauk umsóknarfresti 23. maí. Sex umsóknir bárust og varð niðurstaða stjórnar Gunnarsstofnunar að bjóða Oddnýju Eir starfið. 

Oddný Eir Ævarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1972 og er menntuð í heimspeki og bókmenntum. Hún hefur starfað sem rithöfundur um langt skeið og gefið út á annan tug höfundarverka. Hún hefur fjölbreytta reynslu á mörgum sviðum menningar, mennta og miðlunar og hefur unnið við safnastarf, kennslu, ritstjórn, sýningastjórn og dagskrárgerð, svo nokkuð sé nefnt.

Oddný Eir var í stjórn Rithöfundasambands Íslands um tíma og sat þá um skeið í stjórn Gunnarsstofnunar fyrir hönd sambandsins. Hún tekur við starfinu 1. janúar 2026 af Skúla Birni Gunnarssyni sem hefur verið forstöðumaður Gunnarsstofnunar frá hausti 1999.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu