fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Brian Wilson látinn

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. júní 2025 18:03

Brian Wilson. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Brian Wilson, meðstofnandi og aðallagahöfundur Beach Boys, er látinn, 82 ára að aldri. 

Fjölskylda Wilson greinir frá andláti hans í færslu á Instagram. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp, en í byrjun árs 2024 var greint frá því að Wilson væri með taugasjúkdóm sem líkist vitglöpum. 

„Við erum miður okkar að tilkynna að ástkæri faðir okkar, Brian Wilson, sé látinn,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á opinberri Facebook-síðu Wilsons. „Okkur er orða vant núna. Vinsamlegast virðið friðhelgi okkar á þessum tíma þegar fjölskyldan syrgir. Við gerum okkur grein fyrir því að við deilum sorg okkar með heiminum. Kærleikur og miskunn.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Brian Wilson (@brianwilsonlive)

Wilson fæddist í Inglewood í Kaliforníu og stofnaði hljómsveitina, sem þá hét Pendletones, á unglingsaldri ásamt bræðrum sínum Dennis og Carl, frænda þeirra Mike Love og vini sínum úr menntaskóla, Al Jardine. 

Fyrsta lagið þeirra Surfin’ var gefið út af Candix Records, sem breytti nafni hljómsveitarinnar í Beach Boys án leyfis meðlimanna. Ári síðar skrifaði hljómsveitin undir samning við Capitol um útgáfu á frumraun sinni, Surfin’ Safari, árið eftir varð Surfin’ U.S.A. fyrsta smáskífa Beach Boys til að komast á topp tíu listann í  Bandaríkjunum. Árið 1963 gaf hljómsveitin út þrjár plötur: Surfin’ U.S.A., Surfer Girl, and Little Deuce Coupe. 

Á sama var Wilson byrjaður að pródusera fyrir annað tónlistarfólk. Hann hóf sólóferill og sú síðasta með eigin efni kom út árið 2015 og sú síðasta með ábreiðum árið 2021, At My Piano. Wilson gaf út ævisögu sína árið 2016.

Wilson og Beach Boys voru teknir inn í Frægðarhöll rokksins, Rock & Roll Hall of Fame árið 1988. Wilson vann tvenn Grammy-verðlaun (af níu tilnefningum) og Beach Boys voru heiðraðir með Grammy-verðlaunum fyrir ævistarf sitt árið 2001.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“