fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Reykjavíkurborg þarf að bíða með niðurrif á 75 ára gömlu bakhúsi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. júní 2025 09:56

Leifsgata 4

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ákveðið að fresta réttaráhrifum ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík um að bakhús á lóð nr. 4 við Leifsgötu, sem reist var árið 1950,  skuli fjarlægt. Þetta kemur fram í bráðabirgðaúrskurði nefndarinnar sem kveðinn var upp síðastliðinn föstudag.

Byggingarfulltrúinn í Reykjavík ákvað þann 6. maí síðastliðinn að krefjast þess að bakhús sem stendur við bílskúr á umræddri lóð yrði rifið, þar sem það nyti ekki byggingarleyfis, bryti gegn skipulagi svæðisins og væri talið valda brunahættu. Kærandi, eigandi hússins, mótmælti ákvörðuninni og lagði fram kæru til úrskurðarnefndarinnar 26. maí þar sem hann krafðist þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Jafnframt var farið fram á að réttaráhrifum hennar yrði frestað á meðan málið væri til meðferðar.

Í kæru var meðal annars bent á að húsið hefði staðið óáreitt í 75 ár og því væri ólíklegt að veruleg hætta stafaði af því. Einnig var því haldið fram að ákvörðunin væri óljós og byggði ekki á skýrum lagagrundvelli, auk þess sem hún bryti gegn meðalhófsreglu og stjórnarskrárvörðum eignarrétti.

Reykjavíkurborg lýsti því yfir að hún legðist ekki gegn frestun réttaráhrifa á meðan málið væri til meðferðar.

Í úrskurði nefndarinnar segir að þar sem um sé að ræða íþyngjandi ákvörðun og engar knýjandi aðstæður krefjist tafarlausra aðgerða, sé rétt að fresta réttaráhrifum hennar þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“