fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Þarna er meðalævilengdin mest – Ísland ekki á topp 10

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. júní 2025 14:30

Frá 17. júní 2020

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland kemst ekki á topp 10 listann yfir þær þjóðir þar sem meðalævilengdin er mest. Þetta er samkvæmt niðurstöðu úttektar sem vefritið Visual Capitalist birti á dögunum.

Stuðst var við upplýsingar úr gagnagátt Sameinuðu þjóðanna, World Population Prospects, og eiga tölurnar að sýna hvað einstaklingar, fæddir árið 2024, geta vænst þess að lifa lengi að meðaltali.

Það er skemmst frá því að segja að einstaklingar í borgríkinu Mónakó geta vænst þess að lifa lengst. Þar er meðalævilengdin 86,5 ár, hjá konum 88,6 ár en körlum 84,6 ár.

Þar á eftir kemur smáríkið San Marínó með 85,8 ár að meðaltali. Ísland er í 19. sæti á listanum og er meðalævilengdin hér 83 ár; 81,6 ár hjá körlum en 84,5 ár hjá konum.

Það sem öll löndin á listanum eiga sameiginlegt er að konur lifa lengur en karlar, eða að jafnaði fjórum árum. Mestur er munurinn í Frakklandi (5,6 ár), Suður-Kóreu (6,0 ár) og Japan (6,1 ár).

Topp 25 listinn

1. Mónakó 86,5 ár

2. San Marínó 85,8

3. Hong Kong 85,6

4. Japan 84,8

5. Suður-Kórea 84,4

6. Andorra 84,2

7. Sviss 84,1

8. Ástralía 84,1

9. Ítalía 84,1

10. Singapúr 83,9

11. Spánn 83,8

12. Liechtenstein 83,8

13. Malta 83,5

14. Frakkland 83,5

15. Noregur 83,5

16. Svíþjóð 83,4

17. Vatíkanið 83,1

18. Sameinuðu arabísku furstadæmin 83,1

19. Ísland 83,0

20. Ísrael 82,7

21. Kanada 82,7

22. Írland 82,6

23. Portúgal 82,5

24. Katar 82,5

25. Lúxemborg 82,4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útskýra hvers vegna Trump hatar vindmyllur eftir vanstilltan reiðilestur forsetans

Útskýra hvers vegna Trump hatar vindmyllur eftir vanstilltan reiðilestur forsetans