fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Sema Erla birtir skjáskot af hatursorðræðu í hennar garð – „Óvinur samfélagsins“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. júní 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi gáfu í gær út yfirlýsingu þar sem lýst var yfir „áhyggjum af vaxandi útlendingaandúð í islensku samfélagi, sérstaklega í garð fólks á flótta, sem birtist okkur bæði í netheimum og raunheimum þessa dagana.“

Sema Erla Serdar, stjórnmálafræðingur og formaður Solaris rekur í færslu á Facebook að í ályktuninni var fjallað um „ábyrgð stjórnvalda og afleiðingar af stefnu í málefnum flóttafólks sem einkennist af félagslegri einangrun og útilokun fólks á flótta frá þátttöku og virkni í samfélaginu. Slík stefna kemur í veg fyrir að ólíkir einstaklingar og hópar fái tækifæri til að kynnast á jafningjagrundvelli og ýtir undir ótta og togstreitu á milli þeirra sem þekkjast ekki.“

Segir hún stjórn Solaris hafa með yfirlýsingunni kallað eftir umræðu á milli stjórnvalda og samfélagsins um hvernig megi auka samtal á milli ólíkra hópa til að auka samkennd og sporna gegn vaxandi fordómum og hatri í garð fólks á flótta sem leitar hingað eftir skjóli og vernd.

Vísir fjallaði um yfirlýsinguna í frétt í gær undir fyrirsögninni „Út­lendinga­andúð sé vin­sæl leið til að marka sér stöðu á sam­félags­miðlum“. Fréttin var birt kl. 13.44 og deilt á Facebook. Nær 250 athugasemdir eru skrifaðar við færsluna þar og flestar ekki jákvæðar. 

Sema Erla deildi í færslu sinni á Facebook í gærkvöldi skjáskoti af nokkrum athugasemdanna sem er beint gegn henni sem einstaklingi. Sema Erla botnar færslu sína með orðunum: 

„Þau sem telja að útlendingaandúð sé ekki vandamál á Íslandi og gefa lítið fyrir áhyggjur okkar vilja koma eftirfarandi á framfæri í dag.“

Hér má sjá hluta af skjáskotunum sem Sema Erla deilir og yfirlýsinguna Solaris má lesa hér neðst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“