fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Persónuvernd áminnir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna miðlunar viðkvæmra persónuupplýsinga

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. maí 2025 18:00

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd hefur veitt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins áminningu vegna ólögmætrar miðlunar viðkvæmra persónuupplýsinga til aðstandanda einstaklings sem leitaði heilbrigðisþjónustu.

Málið snýst um kvörtun einstaklings yfir því að starfsmaður heilsugæslunnar hefði haft samband við aðstandanda hans og veitt honum upplýsingar um að hann væri að sækja tiltekna meðferð. Kvartandi taldi ekki hafa verið heimilt að miðla slíkum upplýsingum og lagði fram kvörtun til Persónuverndar í ágúst 2024.

Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að miðlunin hafi varðað viðkvæmar persónuupplýsingar og fallið undir gildissvið persónuverndarlaga. Heilsugæslan hélt því fram að miðlunin hafi verið í þágu lagaskyldu og í samræmi við skráningu aðstandandans sem nánasta aðila í sjúkraskrá. Hins vegar komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að sú skráning eitt og sér veitti ekki næga heimild til að miðla slíkum upplýsingum, nema fyrir lægi skýr og upplýst heimild frá viðkomandi sjúklingi.

Í kjölfar atviksins hafi Heilsugæslan breytt verklagi sínu, meðal annars með því að krefjast skriflegs samþykkis skjólstæðinga áður en haft er samband við aðstandendur í tengslum við meðferð.

Persónuvernd telur að umrædd miðlun hafi brotið gegn ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og því var ákveðið að veita stofnuninni áminningu.

Hér má lesa úrskurðinn í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa