fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

Banaslys við Hvítá – 10 ára drengur lést

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 29. maí 2025 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Banaslys varð við Hvítá í Hrunamannahreppi í gær þegar dráttarvél rann fram af háum bakka og hafnaði ofan í ánni. Ökumaður dráttarvélarinnar fannst skömmu eftir slysið og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hann hét Víglundur Þorsteinsson, fæddur 2015 og bjó hann í Haukholtum ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum.

Slysið varð skammt frá bænum sem liggur við Hvítá.

Unnið er að því að ná dráttarvélinni upp úr ánni en aðstæður á vettvangi eru erfiðar. Lögreglan vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra viðbragðsaðila sem komu að björgunaraðgerðum í gær sem og þeim aðilum sem hafa unnið að því að ná dráttarvélinni upp í dag.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins, en sú vinna er á frumstigum.

Bænastund verður haldin í Hrunakirkju í kvöld kl 20:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
Fréttir
Í gær

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro