fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Sakar Hörð Torfa um að skreyta sig með stolnum fjöðrum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. maí 2025 11:30

Hörður Torfason. Mynd/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Böðvar Björnsson gagnrýnir Samtökin ´78 í grein á Vísi en hann segist hafa gengið til liðs við samtökin á upphafsárum þeirra. Tilefni gagnrýni Böðvars er að samtökin hafi veitt Herði Torfasyni tónlistarmanni heiðursviðurkenningu fyrir sinn þátt í baráttu samkynhneigðra á Íslandi fyrir réttindum sínum. Böðvar segir Hörð hafa hins vegar árum saman fegrað sinn hlut í þessari baráttu og sakar hann um að eigna sér verk annarra í baráttunni.

Böðvar segist hafa verið spurður að því árum saman hvort enginn ætli svara uppspuna og rangfærslum Harðar Torfasonar um réttindabaráttu samkynhneigðra:

„Þegar bersýnilega röng frásögn hans er kynnt sem hin raunverulega saga og honum veitt „Heiðursmerki Samtakanna 78“ er skylt að bregðast við. Þannig þakka Samtökin 78 nýtilkominn stuðning hans við hinsegin stefnu og söguskoðun og staðfesta og stimpla frásögn hans sem er dramatísk og færi vel á leiksviði en á lítið skylt við raunveruleikann.“

Vísar Böðvar til þess að Hörður hafi löngum gert sína persónulegu sögu að sögu réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Hörður hafi haldið því fram að hann hafi í raun hafið þessa baráttu með því að lýsa því yfir opinberlega að hann væri samkynhneigður, í viðtali við tímaritið Samúel, árið 1975 og flust svo úr landi. Hörður hafi einnig vísað til þess að hafa verið á stofnfundi Samtakanna ´78 með fundarmönnum úr Iceland Hospitality, félagi sem þegar hafi verið til. Síðan hafi Hörður snúið aftur til Danmerkur þar sem hann hefði búið síðan eftir tímaritsviðtalið 1975 og ekki flutt aftur til Íslands fyrr en 1991.

Hann einn

Böðvar segir þetta góðra gjalda vert en teljist varla mikið miðað við það sem margir aðrir hafi lagt af mörkum. Hörður láti eins og hans persónulega saga sé hornsteinn baráttunnar og haldi því ranglega fram að hann hafi verið í aðalhlutverki. Böðvar vitnar síðan í Facebook-færslur Harðar sjálfs og fréttir af fyrri deilum þeirra um sögu baráttu samkynhneigðra:

Sjá einnig: Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra: „Ég trúi því ekki að þú hafir kallað mig lygara“

„Hann fullyrðir að hann hafi verið „eini maðurinn á Íslandi sem gekkst við kynhneigð sinni,“ hann einn hafi stofnað Samtökin 78 sem hafi „orðið til vegna þrotlausrar vinnu“ hans. Hann hefur líka fullyrt: „enginn einstaklingur hefur unnið kauplaust jafnlengi og ötullega að réttindabaráttu“ og hann hafi „verið sá eini sem þorði að leggja til atlögu við alla þá bælingu og það myrkur, hatur og kúgun, sem ríkti í íslensku samfélagi. Einn gegn öllum.““

Böðvar segir það hins vegar liggja fyrir að árunum 1975-1991 hafi Hörður búið í Danmörku. Á þeim tíma hafi baráttan fyrir réttindum samkynhneigðra á Íslandi náð flugi og borið árangur. Erfiðasti hjallinn hafi verið að baki þegar Hörður hafi snúið heima:

„Hörður tók engan þátt í baráttunni, var ekki meðal frumherjanna og hefur aldrei tekið hinn minnsta þátt í starfi Samtakanna 78. Hann hefur aldrei minnst á þá fjölmargu homma sem lögðu á sig ómælt erfiði á þessum árum við að ná hommum saman og efla samstöðu þeirra og sjálfsmynd.“

Ekki sá eini

Böðvar segir Hörð hafa í gegnum tíðina hafa gert mikið úr því aðkasti sem sá síðarnefndi hafi orðið fyrir vegna kynhneigðar sinnar en minnast lítið á aðra homma sem hafi orðið fyrir aðkasti eða jafnvel líkamlegu ofbeldi.

Böðvar segir Hörð raunar hafa gengið svo langt að gera lítið úr þætti homma sem svo sannarlega hafi lagt baráttunni lið. Vísar Böðvar á ný til Facebook-færslna Harðar:

„Hins vegar hefur Hörður ekki sparað að hæða, niðurlægja og rægja samferðamenn sína og brautryðjendur í baráttunni og kallað þá „D-hópinn“ sem vildi bara „djamm, djús og dóp“ og sagt þá ekki hafa hugsað um annað en skemmtanir og kynlíf, en hann einn hafi hugsað um réttindabaráttu og mannréttindi.“

Böðvar segir það of mikla einföldun að segja að áðurnefnt viðtal við Hörð árið 1975 hafi komið réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi af stað. Hann segir að lokum að Hörður sé vænsti maður en það verði að gera þá kröfur til þeirra sem segist berjast fyrir mannréttindum að virða það sem á undan sé gengið og virða þá sem hófu baráttuna.

Grein Böðvars í heild sinni er hægt að nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?
Fréttir
Í gær

Erkiengill vill umbreyta hörmungarhúsi í miðbænum

Erkiengill vill umbreyta hörmungarhúsi í miðbænum
Fréttir
Í gær

Umsögn skipulagsfulltrúa um „Græna gímaldið“ ansi afgerandi – „Leyfi til að gera ljótar byggingar er mikið á Íslandi“ 

Umsögn skipulagsfulltrúa um „Græna gímaldið“ ansi afgerandi – „Leyfi til að gera ljótar byggingar er mikið á Íslandi“ 
Fréttir
Í gær

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Í gær

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík
Fréttir
Í gær

Mál séra Friðriks ekki opnað að nýju: „Þar með var settur punktur við þetta erfiða mál“

Mál séra Friðriks ekki opnað að nýju: „Þar með var settur punktur við þetta erfiða mál“