fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Grófu heilaga Teresu upp og settu hana í sýningu – Lítur merkilega vel út 500 árum frá dauða sínum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 17. maí 2025 19:30

Kirkjan segir það kraftaverk hversu vel hún lítur út. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýrlingurinn heilög Teresa af Avila var nýlega grafin upp og hefur verið sett til sýnis á Spáni. Þykir hún líta merkilega vel út.

Teresa var nunna í bænum Avila, skammt vestan við borgina Madríd á Spáni. Hún var fædd árið 1515 og lést árið 1582, 67 ára að aldri, það er fyrir 443 árum síðan. Var hún lykilmanneskja í þróun karmelklaustra. En nunnuklaustrið í Hafnarfirði er einmitt af þeirri reglu. Teresa var gerð að dýrlingi árið 1622, 40 árum eftir dauða sinn.

Í frétt breska blaðsins The Daily Mail um málið segir að Teresa líti vel út miðað við aldur. Hún liggur í silfraðri líkkistu með marmara. Andlit hennar enn þá sýnilegt og útlimirnir heilir.

Er ástand hennar talið vera kraftaverk eitt og sér. Fjöldi fólks hefur komið til að sjá heilaga Teresu, sem er til sýnis í kirkju í bænum Alba de Tormes.

Lík Teresu var síðast grafið upp árið 1914. Miðað við ljósmyndir sem voru teknar þá sést að hún hefur lítið breyst.

„Það er enginn litur, enginn húðlitur þar sem hún er orðin að múmíu. En það er hún sést vel, sérstaklega í miðju andlitinu. Sérfræðilæknar segjast geta séð andlit hennar nánast fullkomlega,“ sagði presturinn Marco Chiesa ánægður.

Heilög Teresa er verndardýrlingur skákmanna, blúndugerðarmanna, munaðarleysingja, fólks sem er smánað fyrir trú sína, munka og nunna, og sjúkra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi