fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. maí 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt tvo erlenda karlmenn fyrir líkamsárásir sem áttu sér stað að næturlagi við skemmtistað á Suðurnesjum árið 2022. Dómurinn byggir á umfangsmikilli rannsókn lögreglu, framburðum fjölda vitna og læknisvottorðum.

Forsaga málsins er sú að aðfaranótt 7. október 2022 kom hópur fólks saman fyrir utan veitinga- og skemmtistað í Reykjanesbæ. Þar brutust út hópslagsmál en tveir erlendir menn, Mikolaj og Krzysztof, voru fundir sekir um að ráðast á aðra með hnefahöggum og spörkum í andlit.

Kunningskapur í gegnum hnefaleika

Fyrri ákæruliður málsins laut að Mikolaj, sem var sakfelldur fyrir að hafa sparkað í andlit manns á meðan hann lá hjálparvana á jörðinni eftir að hafa fallið til jarðar í átökunum. Maðurinn hlaut alvarlega áverka, þar á meðal nefbrot og djúpan skurð við augntóft. Vitni, sem var vinur mannsins, bar fyrir dómi að hann hefði séð árásina með berum augum og greindi nákvæmlega frá því hvernig sparkið hæfði andlit brotaþolans. Dómurinn taldi framburð hans trúverðugan og studdan öðrum vitnum og læknisvottorðum.

Seinni ákæruliðurinn laut að Krzysztof, sem var sakfelldur fyrir að hafa slegið konu með krepptum hnefa í andlitið, svo hún féll við og missti meðvitund. Hún hlaut skurð á vör, svima, verki og einkenni sem bentu til heilahristings. Vitni, kærasti konunnar, kvaðst hafa séð Krzysztof veita höggið og greindi nákvæmlega frá atburðarásinni. Árásin virðist hafa verið algjörlega tilefnislaus, en ákærði og brotaþoli höfðu æft box saman, og kvaðst konan hafa ætlað að nýta sér þau tengsl til þess að stilla til friðar í átökunum. Þess í stað var hún kýld í jörðina.

Framburður beggja metin ótrúverðugur

Báðir ákærðu neituðu sök og báru við minnisleysi og samskiptaörðugleika við lögreglu. Mikolaj sagðist ekki vita hvort hann hefði slegið eða sparkað í einhvern en kvaðst viss um að hann hefði ekki valdið neinum skaða. Krzysztof sagðist hafa varið sig í slagsmálum og í kjölfar þess farið úr axlarlið. Hann neitaði að tjá sig um atvikið bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Dómurinn taldi framburð beggja ákærðu ótrúverðugan, þar sem lýsingar þeirra breyttust með tímanum og stönguðust á við vitnisburð þeirra.

Brotaþolarnir báru báðir fyrir dómi vitni um andleg og líkamleg áhrif árásanna. Sá sem fékk sparkið í andlitið þar sem hann lá á jörðinni greindi frá því að hann hefði misst meðvitund um stund. Þá hlaut hann nefbrot og skurð sem tók langan tíma að gróa.

Konan lýsti því að hún hefði rotast við höggið sem hún fékk frá Krzysztof og þjáðst af langvarandi svima, höfuðverk, ljósfælni og óöryggi í kjölfarið. Hún sagði höggið hafa verið það þungt að hún hefði nánast misst mátt í fótum við áfallið.

Dómurinn lagði sérstaka áherslu á að ofbeldið hefði verið tilefnislaust og í báðum tilvikum beint gegn einstaklingum sem voru ekki sjálfir þátttakendur í átökunum.

Mikolaj var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, en refsingin var skilorðsbundin í tvö ár vegna hreins sakaferils. Krzysztof hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi, einnig vegna þess að hann hafði ekki áður hlotið dóm.

Krzysztof var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 250.000 krónur í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum, og 300.000 krónur í málskostnað vegna einkaréttarkröfu.

Hér má lesa dóm Héraðsdóms Reykjaness í  heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Viðurkennir að það hafi verið rangt af þeim að njósna um Vilhjálm og félaga

Viðurkennir að það hafi verið rangt af þeim að njósna um Vilhjálm og félaga
Fréttir
Í gær

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár
Fréttir
Í gær

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu