fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Kári Stefánsson var rekinn fyrirvaralaust

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. maí 2025 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að hann hafi verið rekinn fyrirvaralaust úr starfi. Það vakti athygli þegar tilkynnt var í morgun að Kári væri hættur hjá stórfyrirtækinu sem hann stofnaði og að Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem væru teknir við sem nýir framkvæmdastjórar. Fréttatilkynning var send frá almannatenglafyrirtæki en ekki frá fyrirtækinu sjálfu. Það vakti sömuleiðis athygli að ekkert var haft eftir Kára í fréttatilkynningunni þó svo slík sé venjan við stór kaflaskipti sem þessi.

Nú liggur fyrir að Kári hætti ekki að eigin ósk en hann hafði áður heitið því að vinna til síns dánardags. Kári segir í samtali við Vísi að hann geti ekki tjáð sig neitt að viti um málið sem stendur en ætlar að gera það eftir helgi.

Yfirmaður samskiptamála hjá Amgen, eiganda Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið hafi tekið stefnumótandi ákvörðun um að skipta um forystu til að samræma betur við alþjóðlega rannsóknar- og þróunarstarfsemi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“