fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 17:30

Vesturmiðstöð. Mynd: Reykjavíkurborg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vesturmiðstöð Reykjavíkurborgar, sem er til húsa að Austurstræti 8-10, er ein fjögurra miðstöðva í Reykjavík þar sem íbúar Reykjavíkurborgar geta nálgast fjölbreytta þjónustu, upplýsingar og ráðgjöf. Þar er meðal annars veittur stuðningur við börn, ungmenni, fjölskyldur, aldraða og fatlaða.

DV hefur borist ábending um tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar sem þeir rekja til aðbúnaðar, þ.e. loftgæða á vinnustaðnum. Hafa þeir grun um að mygla í húsnæðinu valdi þessu.

DV spurðist fyrir um þetta hjá Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Hún segir skoðun á húsnæðinu ekki hafa leitt í ljós vísbendingar um myglu. Hins vegar hafi skort á virkni loftræstingar. Einnig kemur fram í skriflegu svari Hólmfríðar að um bráðabirgðahúsnæði sé að ræða:

„Í mars síðastliðnum skoðaði starfsmaður af Eignaskrifstofu Reykjavíkurborgar húsnæði Vesturmiðstöðvar í Austurstræti 8–10, að beiðni velferðarsviðs, í kjölfar þess að nokkrir starfsmenn höfðu lýst yfir áhyggjum af innivist. Það var gert samkvæmt verklagsreglum sem unnið er eftir hjá Reykjavíkurborg.

Engar vísbendingar fundust um myglu í þeirri skoðun. Hins vegar kom í ljós að loftræsting var ekki í fullri virkni og ekki var nægilega loftræst með gluggum. Tekin var ákvörðun um að láta þrífa húsnæðið vel, gera átak í að lofta út og þá var óskað eftir því að Fasteignafélagið Reitir, sem er eigandi hússins, léti yfirfara loftræstingu og kæmi framvegis reglulega til að fylgjast með virkni loftræstikerfisins. 

Húsnæðið í Austurstræti 8–10 er bráðabirgðahúsnæði fyrir Vesturmiðstöð. Leit stendur nú yfir að nýju húsnæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa