fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 07:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari og fyrrum sérstakur saksóknari, segist vera í hálfgerðu áfalli eftir umfjöllun Kveiks í gærkvöldi.

Í þættinum kom fram að Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og ríkasti Íslendingurinn hefði greitt fyrir njósnir á mönnum sem stóðu að hópmálsókn gegn honum.

Um var að ræða njósnir yfir nokkurra mánaða tímabil árið 2012 og var starfandi og fyrrverandi lögreglumönnum meðal annars greitt fyrir njósnirnar.

Sjá einnig: Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Meðal þeirra sem tóku þátt í þeim voru Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, en þeir störfuðu báðir fyrri embætti sérstaks saksóknara áður en þeir stofnuðu fyrirtækið PPP.

Ólafur Þór sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að málið væri áfall fyrir embættið.

„Við telj­um að það sem þarna er verið að lýsa sér þvert gegn öll­um gild­um og siðferði inn­an lög­regl­unn­ar. Í okk­ar huga er þetta afar slæmt til­vik og erum í raun­inni í hálf­gerðu áfalli yfir þessu öllu,“ er haft eftir honum.

Fram kom í þættinum að Jón Óttar og Guðmundur Haukur hefðu látið af störfum hjá embætti sérstaks saksóknara í byrjun árs 2012 í kjölfar ásakana um brot í starfi. Voru þeir kærðir fyrir að stela og selja gögn frá embættinu til þrotabús. Ríkissaksóknari fellti kæruna niður en í þætti Kveiks í gærkvöldi kom fram að kæran hefði enn verið til meðferðar þegar fyrirtæki þeirra, PPP, tók að sér verkefnið fyrir Björgólf.

Ólafur segir við mbl.is að um leið og grunur um eitthvað misjafnt hefði átt sér stað á sínum tíma hafi verið brugðist við með kæru og rannsókn. Hann segir að ríkissaksóknari hafi þegar tekið upp rannsókn á málinu sem fjallað var um í Kveik í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu