fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, flutti áhugaverða ræðu undir dagskrárliðnum störf þingsins á Alþingi í gær. Þar talaði hún um mikilvæg störf í samfélaginu og launin sem greidd eru fyrir þau.

Ræðuna byrjaði hún á þessum orðum:

„Virðulegi forseti. Sonur minn, sem er sjö ára, var lengi vel harðákveðinn í því að hann ætlaði að vera þrifmaður á sjúkrahúsi þegar hann yrði stór. Þessu svaraði hann til í marga mánuði í hvert sinn sem einhver spurði hann þeirrar algengu spurningar: Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?“

Hún segist svo hafa spurt hann hvers vegna hann væri svona ákveðinn í að verða þrifmaður á sjúkrahúsi og ekki hafi staðið á svarinu.

„Það væri mikilvægasta starf í heimi og ef hann myndi vinna mikilvægasta starf í heimi þá yrði hann ríkur. Þá mundi ég eftir þætti á KrakkaRÚV sem fjallar einmitt um mikilvægustu störfin sem fólk vinnur. Í þættinum færðu þau rök fyrir því að ef spítalar væru ekki hreinir myndu fleiri láta lífið og þess vegna væri þetta mikilvægasta starfið.“

Ása Berglind segir að þetta hafi í raun verið mjög rökrétt ályktun sem hann dró af þeim upplýsingum sem fram komu í þættinum en raunin sé þó aldeilis önnur eins við vitum.

„Og það sama á við um önnur mikilvæg störf; fólkið sem hugsar um ömmu okkar og afa á hjúkrunarheimilum, fólkið sem stendur undir hagvextinum með því að þrífa hótel og afgreiða ferðafólk, gerir að fiskinum, byggir húsin og fræðir og hlúir að börnunum okkar. Mér þótti mjög leiðinlegt að þurfa að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona. Eðlilega átti hann mjög erfitt með að skilja það vegna þess að það er nefnilega órökrétt.“

Ása Berglind benti á að 1. maí væri nú fram undan og nýtti hún tækifærið til að þakka verkalýðsfélögum fyrir þeirra mikilvægu störf í meira en 100 ár.

„Það sem verkalýðshreyfingin gerir er að viðhalda og verja mikilvægi starfa, að þau séu metin að verðleikum og að hlúð sé að því fólki sem vinnur störfin. Verkalýðshreyfingin passar upp á réttindi launafólks sem er ekki bara rökrétt heldur rétt og lífsnauðsynlegt í þeim órökrétta heimi skakks verðmætamats sem við lifum í. Barátta verkalýðsfélaga hefur skipt sköpum fyrir launafólk og almenning í landinu. Gleðilegan baráttudag verkalýðsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka
Fréttir
Í gær

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð