fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 18:30

Guðmundur Hárlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati,“ segir Guðmundur Hárlaugsson í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Niðurstaðan var sú að kröfu Guðmundar um að fá endurgreiddar rúmar 670 þúsund krónur, sem stolið var af kreditkorti hans frá Íslandsbanka í Tyrklandi, var hafnað en Guðmundur var sagður hafa sýnt af sér „stórkostlegt gáleysi“ með því að loka kreditkortinu ekki strax eftir að hraðbanki í Istanbúl gleypti kortið.

Lét ekki loka kortinu umsvifalaust

DV fjallaði um málið í september 2023 og þar lýsti Guðmundur atburðarásinni nákvæmlega. Þar kom fram að hann hafði stungið kreditkorti sínu inn í hraðbanka á fjölförnum stað í tyrknesku stórborginni og stimplað inn PIN-númerið sitt. Ekki vildi betur til en svo að hraðbankinn gleypti kortið. Guðmundur leitaði þá uppi næsta útibú umrædds banka, sem reyndist vera talsverðan spöl í burtu, og fór þangað til þess að freista þess að endurheimta kortið.

Það reyndist ekki vera hægt strax og þá hringdi Guðmundur til Íslands til þess að láta loka kortinu. Alls leið um 50 mínútur frá því að hraðbankinn gleypti kortið og þar til að Guðmundur lét loka kortinu. Í millitíðinni náðu svindlarar að strauja um 670 þúsund krónur af kortinu en Guðmundur segir að færslurnar hafi ekki birst fyrr en nokkrum dögum síðar á heimabanka hans.

Þegar í ljós kom hvað hafði gerst óskaði Guðmundur eftir aðstoð frá viðskiptabanka sínum en fengið þau skilaboð að ekkert væri hægt að gera í málinu. Fjármunirnir væru glataðir og hann sæti uppi með kostnaðinn.

Ósammála að um „stórkostlegt gáleysi“ sé að ræða

Guðmundur var ekki sáttur við þessa niðurstöðu og naut aðstoðar Neytendasamtakanna til þess að fara með málið fyrir áðurnefnda úrskurðanefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Niðurstaða nefndarinnar var, eins og áður segir, að Guðmundur hefði sýnt af sér „stórkostlegt gáleysi“ með því að loka kortinu ekki umsvifalaust eftir að hraðbankinn gleypti það. Niðurstaðan sé sú að korthafarnir eiga að passa upp á PIN-númerin og það sé á þeirra ábyrgð ef þriðji aðili kemst yfir þau.

Guðmundur segist vera algjörlega ósammála niðurstöðu nefndarinnar og segir að löglærðir aðilar sem hann hafi heyrt í séu undrandi yfir úrskurðinum. Hann segir erfitt að glíma við lögmenn Íslandsbanka sem hafi nýtt sér allt haldbært til þess að koma sök á sig í málinu.

„Ég er feginn að hafa farið þessa vegferð með hjálp Neytendasamtakana því réttlæti er mér mjög mikilvægt í lífinu og ég reyndi að fá réttlætinu framgengt þó það hafi ekki gengið eftir að þessu sinni. Vonandi verður þetta víti til varnaðar fyrir viðskiptavini Íslandsbanka því bankinn virðist ekki bera hag viðskiptavina sinna fyrir brjósti samkvæmt þessu og minni upplifun í gegnum þetta ferli sem hefur tekið yfir eitt ár að ganga í gegn hjá úrskurðarnefndinni,“ segir Guðmundur.

Hann segir huggun harmi gegn ef að ömurleg reynsla hans verði til þess að forða öðrum frá svipuðu tjóni. „Þetta er víti til varnaðar,“ segir Guðmundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi