fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konu sem starfaði á þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar var sagt upp störfum. Ástæður uppsagnarinnar voru sagðar lægri fjárveiting borgarinnar til sviðsins og minnkandi vægi þeirra verkefna sem konan sinnti.

Konan taldi uppsögnina vera ólöglega þar sem hún væri trúnaðarmaður hjá stéttarfélagi sínu og vinnufélaga hennar. Borgin hafnaði því að uppsögnin væri ólögmæt, hún væri ótengd stöðu konunar sem trúnaðarmanns og væri málefnaleg.

Konan krafðist rúmlega 18,5 milljóna króna í bætur, eða andvirði 18 mánaðarlauna.

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að uppsögnin hefði verið ólögmæt á grundvelli stöðu konunnar sem trúnaðarmaður stéttarfélagsins. Hún hefði hins vegar borið takmarkaðan skaða af uppsögninni og fengið fljótt aðra vinnu, enda aðeins 45 ára gömul og búsett á stóru atvinnusvæði. Hún hafi hins vegar þurft að lifa á atvinnuleysisbótum í tvo mánuði í kjölfar starfsmissisins, eða eftir að þriggja mánaða launuðu uppsagnartímabili lauk.

Taldi dómurinn hæfilegar bætur til konunnar vera 1 milljón króna.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Í gær

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“
Fréttir
Í gær

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark