fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Tveir ósáttir síbrotamenn ollu rafmagnstruflunum á lögreglustöðinni á Akureyri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. mars 2025 16:00

Lögreglustöðin á Akureyri. Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir síbrotamenn hafa verið ákærðir fyrir að valda eignaspjöllum á lögreglustöðinni við Þórunnargötu á Akureyri þann 12. maí í fyrra auk fjölda annarra brota. Um er að ræða tvo Litháa á fertugsaldri, Egidijus Smatauskas og Vygantas Smatauskas, en ákæra gegn þeim var birt í Lögbirtingablaðinu.

Þar kemur fram að mennirnir hafi verið vistaðir í fangaklefa vegna rannsóknar annarra mála og þeir þá tekið sig til og rifið niður loftljós sem var í klefanum og eyðilagt það. Egidijus hafi síðan tekið sig til og farið að fikta í rafmagnsvírunum sem héngu niður úr loftinu með þeim afleiðingum að rafmagnstruflanir urðu á lögreglustöðinni. Er farið fram á að tvímenningarnir sæti refsingu vegna brotsins og greiði skaðabætur upp á 179.230 krónur,

Málin sem voru til rannsóknar og mennirnir eru einnig ákærðir fyrir ásamt samverkakonu sinni, Judita Kulikauskiene, snúast um ítrekuð þjófnaðarbrot úr verslunum á Akureyri.

Alls eru þau þrjú ákærð fyrir fimm þjófnaðarbrot úr verslun Krónunnar við Tryggvabraut og sex þjófnaðarbrot úr öðrum verslunum í bænum, til að mynda Sport Direct og Elko, á tímabilinu 2-11. maí 2024 þar sem þau höfðu með sér varning fyrir háar fjárhæðir.

Þá eru Egidijus og Judita einnig ákærð fyrir peningaþvætti en þau hafi aflað sér um 5 milljónir króna með þjófnaðarbrotunum á tímabili frá því í desember 2023 fram í maí 2024. Vygantas er að auki ákærður fyrir að hafa í fórum sínum 1,76 grömm af maríhúana

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs