fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Pipar\TBWA valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. mars 2025 10:54

Ólafur Þór Gylfason, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Maskínu, Halldór Reykdal Baldursson, yfirviðskiptastjóri hjá Pipar\TBWA, Ásdís María Rúnarsdóttir, viðskiptastjóri og markaðsráðgjafi hjá Pipar\TBWA og Darri Johansen, yfirmaður stefnumótunar hjá Pipar\TBWA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pipar\TBWA var valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð á ráðstefnu ÍMARK, sem haldin var í Háskólabíó á dögunum. ÍMARK eru samtök íslensks markaðsfólks. Þetta eru eftirsóttustu verðlaun auglýsingageirans en sem fyrr eru það markaðsstjórar íslenskra fyrirtækja sem kjósa.

,,Við erum afar stolt og ánægð með að hljóta þessi stóru verðlaun annað árið í röð,“ segir  Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri Pipar\TBWA.

Verðlaunin fyrir auglýsingastofu ársins eru veitt fyrir framúrskarandi þjónustu, hugmyndaauðgi, fagleg vinnubrögð og áherslu á árangur viðskiptavina á nýliðnu ári og fleira.

Pipar\TBWA vann einnig tvo lúðra fyrir herferðina ,,Ekki taka skjáhættuna“ sem þau unnu í samstarfi við Sjóvá, Lúðrana fengu þau í flokkunum PR og Veggspjöld og skilti. Þá vann stofan einnig silfur í flokknum Almannaheillaauglýsingar – kvikmynduð auglýsing fyrir ,,Afsakið hlé“ sem stofan vann með UN Women.

„Pip­ar\TBWA hef­ur verið í fremstu röð á Íslandi og nýt­ur þess að vera í sam­starfi við eina stærstu keðju aug­lýs­inga­stofa í heim­in­um, TBWA,“ segir Guðmundur. „Hugmyndaauðgi hef­ur verið helsta sölu­vara okk­ar síðustu ár en við erum það lánsöm að vera með góðan hóp fólks hér á stofunni með mikla og góða reynslu. Í þess­um bransa er fólkið ein­mitt aðal­atriðið, því hug­mynd­ir og ráðgjöf eru það sem þetta geng­ur aðallega út á,“ segir Guðmundur. Í fyrra hafi stofan síðan eflt samskipta- og samfélagsmiðla þjónustu sína sem og PR þjónustu við viðskiptavini. Þá er ár­ang­urs­mæl­ing stór hluti af þjón­ustu Pipar\TBWA og 

„Við erum ár­ang­urs­drif­in, setj­um okk­ur stefnu og mæl­um hvort við náum mark­miðum okk­ar,“ segir Guðmundur. ,,Hug­mynda­fólk stof­unn­ar sækir sér m.a. reglu­lega þekk­ingu og reynslu er­lend­is og vinnur með koll­eg­um inn­an TBWA keðjunnar. Hug­mynda­stjór­ar okk­ar hafa til dæm­is verið að dæma í keppn­um er­lend­is. Þessi teng­ing skil­ar sér öll hingað heim í betri vinnu og fersk­ari hug­mynd­um.“

Pip­ar\TBWA hef­ur þá sér­stöðu meðal aug­lýs­inga­stofa á Íslandi að hafa ráðist í út­rás og rekur stofur í Danmörku, Noregi og Finnlandi. Þá er stafræna markaðsstofan Ceedr dótturfélag Pip­ar\TBWA.

Ólafur Þór Gylfason, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Maskínu, Halldór Reykdal Baldursson, yfirviðskiptastjóri hjá Pipar\TBWA, Ásdís María Rúnarsdóttir, viðskiptastjóri og markaðsráðgjafi hjá Pipar\TBWA og Darri Johansen, yfirmaður stefnumótunar hjá Pipar\TBWA.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“