fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Dánarorsök hunds Hackman hjónanna opinberuð – Tveir aðrir hundar lifðu af

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 10. mars 2025 13:00

Zinna var af tegundinni Australian kelpie. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að dánarorsök leikarans Gene Hackman og eiginkonu hans, Betsy Arakawa, var gerð opinber hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna einn af þremur hundum fannst einnig dauður. Nú hefur dánarorsökin verið upp gefin.

Talið er að Betsy hafi látist þann 11. febrúar úr lungnaheilkenni að völdum hantaveiru, sem berst með nagdýrum. Hackman, sem var 95 ára, var með Alzheimer og óvíst hvort hann hafi vitað af dauða konu sinnar. Hann lést viku seinna, 18. febrúar, af völdum háþrýstings og hjarta og æðasjúkdómi.

Hjónin fundist látin 27. febrúar og var greint frá andlátinu degi seinna. Vakti það furðu margra enda fannst einn þremur hundum þeirra dauður líka.

Hundurinn sem drapst var 12 ára gömul tík af tegundinni Australian Kelpie, nefnd Zinna. Hún fannst á baðherberginu, skammt frá líki Betsy.

Sjá einnig:

Dánarorsök Gene Hackman og eiginkonu hans opinberuð

Zinna hafði verið hjá dýralækni og var geymd í sérstöku búri til að jafna sig eftir aðgerð. Við krufningu sást að maginn á henni var tómur. Telja réttarmeinafræðingar því að Zinna hafi einfaldlega drepist úr þorsta og hungri.

Hinir tveir hundarnir fundust á lífi. En þeir gengu lausir á lóðinni og höfðu aðgengi að húsinu í gegnum hundahurð. Það voru Schafer hundarnir Bear og Nikita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm