fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Kristinn stofnar Scaling Legal

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. mars 2025 12:02

Kristinn Ásgeir Gylfason lögfræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Ásgeir Gylfason lögfræðingur hefur stofnað fyrirtækið Scaling Legal sem miðar að því að veita sprotafyrirtækjum sérsniðna lögfræðiþjónustu. Þessi ráðgjafaþjónusta er sérstaklega hönnuð fyrir fyrirtæki sem ekki hafa þörf fyrir eða getu til að ráða lögfræðing í fullt starf.

Kristinn starfaði áður í fimm ár hjá Sidekick Health en þar öðlaðist Kristinn víðtæka reynslu í lögfræðilegum málefnum og persónuverndarmálum. Auk þess hefur hann haldið utan um samningagerð, stjórnun hluthafaskráa, kaupréttarplön, undirbúning stjórnarfunda og önnur verkefni. Kristinn starfaði einnig um árabil sem bílablaðamaður, eins og segir í tilkynningu..

„Scaling Legal leggur áherslu á að veita sprotafyrirtækjum upplifun sem líkist því að hafa innanhúss lögfræðing. Þjónustan felur í sér djúpa innsýn í rekstur og starfsemi hvers viðskiptavinar, sem gerir það mögulegt að veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf án aukakostnaðar fyrir að læra inn á fyrirtækið. Þetta tryggir að fyrirtækin séu vel undirbúin fyrir fjármögnunarumferðir og vöxt.

Fyrirtæki geta valið um sveigjanlegar greiðsluleiðir, þar á meðal tímavinnu, fast verð fyrir tiltekin verkefni eða tímakörfusamning sem safnast upp ef hann er ekki fullnýttur,“ segir Kristinn.

Með stofnun Scaling Legal stefnir Kristinn að því að styrkja sprotafyrirtæki með því að veita þeim aðgang að gæða lögfræðiþjónustu sem er aðlöguð að þeirra sérstökum þörfum og stuðlar að öruggum og skilvirkum vexti þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“